Enski boltinn

Mættu bara klár í vinnuna á mánudaginn

Freddie Sears á líklega aldrei eftir að gleyma frumraun sinni með West Ham
Freddie Sears á líklega aldrei eftir að gleyma frumraun sinni með West Ham NordcPhotos/GettyImages

Hinn ungi Freddie Sears hjá West Ham átti sannkallaða draumabyrjun um helgina þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Blackburn sem batt enda á hörmulega taphrinu liðsins.

Sears fetaði þar með í fótspor annars nafntogaðs framherja hjá West Ham frá því fyrir 25 árum síðan, Tony Cottie - með því að skora mark í sínum fyrsta leik fyrir aðalliðið.

Sears er ekki nema 18 ára gamall og er nýbúinn að taka bílprófið. Hann lofaði sjálfum sér að kaupa sér BMW þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Hamrana, en verður líklega að fresta því eitthvað þar sem markið kom mun fyrr en hann ætlaði. Hann er enda þegar búinn að klessa bílinn sinn á bílastæðinu við æfingasvæði West Ham.

Félagi Sears, Mark Noble, átti nokkur góð heilræði handa hinum unga félaga sínum, en Noble er líka uppalinn hjá félaginu.

"Ég hef verið í þínum sporum. Farðu nú út og haltu upp á þetta með fjölskyldunni eða hvað sem þú vilt - passaðu bara að koma tilbúinn í vinnuna á mánudaginn," sagði Noble í samtali við Evening Standard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×