Enski boltinn

Nani tekur til starfa hjá West Ham í sumar

Björgólfur hefur gengið frá ráðningu á yfirmanni knattspyrnumála
Björgólfur hefur gengið frá ráðningu á yfirmanni knattspyrnumála NordcPhotos/GettyImages

Björgólfur Guðmundsson og félagar hjá West Ham hafa gengið frá ráðningu yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu. Sá er ítalskur og heitir Gianluca Nani. Hann starfar hjá Brecia en fær sig lausan þaðan til að hefja störf hjá Íslendingaliðinu í júní.

Sky fréttastofan segir að það hafi verið Björgólfur sem beitti sér fyrir ráðningunni en Nani þessi hefur vakið athygli fyrir góð störf hjá ítalska félaginu og ku vera með gott tengslanet á meginlandinu. Honum verður ætlað að finna leikmenn fyrir West Ham utan Bretlandseyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×