Enski boltinn

Benitez var til staðar fyrir mig

NordcPhotos/GettyImages

Hollenski framherjinn Dirk Kuyt hjá Liverpool segir Rafa Benitez vera besta stjóra sem hann hafi starfað með á ferlinum og segir hann hafa reynst sér vel á erfiðu tímabili í lífi sínu.

Faðir Kuyt lést fyrir skömmu eftir erfiða baráttu við krabbamein og framherjinn er stjóra sínum afar þakklátur.

"Rafa er besti stjóri sem ég hef haft og hann var til staðar fyrir mig þegar ég átti erfitt. Hann lætur sér annt um leikmenn sína og það var mér gríðarlega mikilvægt," sagði Kuyt í samtali við Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×