Enski boltinn

Savage efaðist um getu sína

Elvar Geir Magnússon skrifar
Robbie Savage og félagar í Derby.
Robbie Savage og félagar í Derby.

Robbie Savage, miðjumaður Derby County, viðurkennir að hafa verið byrjaður að efast um eigin getu. Savage hefur ollið miklum vonbrigðum síðan hann kom til Derby en sýndi loksins sínar réttu hliðar í 1-0 tapinu gegn Manchester United.

„Ég hef fengið stóran skammt af gagnrýni. Meðal annars hefur verið haldið því fram að ég hefði ekki lengur það sem til þarf til að vera að keppa í þessum styrkleika. Það var því gott að afsanna það," sagði Savege sem er 33 ára.

Savage fór til Derby frá Blackburn á frjálsri sölu í upphafi ársins og var gerður að fyrirliða af Paul Jewell. Hann var að vonast til að ná sér aftur á strik eftir að hafa glímt við erfið meiðsli í fyrra.

„Ég skuldaði sjálfum mér, fjölskyldu minni og stuðningsmönnum að fara að standa mig. Það hefur tekið sinn tíma að finna mig en þetta er fyrsti leikurinn sem ég tel mig hafa unnið fyrir laununum mínum hjá Derby," sagði Savage.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×