Enski boltinn

Lögreglan rannsakar spillingu hjá Birmingham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Gold, stjórnarformaður Birmingham, og Alex McLeish, knattspyrnustjóri liðsins.
David Gold, stjórnarformaður Birmingham, og Alex McLeish, knattspyrnustjóri liðsins. Nordic Photos / Getty Images
Lögreglan í Englandi gerði í dag húsleit í höfuðstöðvum enska úrvalsdeildarfélagsins Birmingham vegna gruns um spillingu.

Eftir því sem talsmaður félagsins sagði tengist rannsóknin ekki þeirri sem Stevens lávarður stýrði í tengslum við mútuþægni og annars konar spillingu í tengslum við félagaskipti leikmanna.

Lögreglan sagði þó að þetta tengdist áframhaldandi rannsókn yfirvalda á spillingu í fótboltaheiminum.

Enginn starfsmaður félagsins hefur verið yfirheyrður eða handtekinn vegna þessa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×