Enski boltinn

Grant: Fúlt að ná þrisvar forystu en vinna ekki

NordcPhotos/GettyImages

Avram Grant stjóri Chelsea var ósáttur við að ná aðeins stigi gegn Tottenham á White Hart Lane í kvöld þegar liðin skildu jöfn 4-4 í frábærum leik í ensku úrvalsdeildinni.

"Það er auðvitað grátlegt að ná aðeins stigi eftir að hafa þrisvar náð forystu í leiknum. Ég var ánægður með baráttuna og mörkin, en við erum enn að fá á okkur mörk eftir föst leikatriði. Þetta var fínn leikur fyrir stuðningsmennina en fyrir mér eru þetta vonbrigði," sagði Grant.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×