Enski boltinn

Mikilvægasti leikur Newcastle í áraraðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve Harper horfir á eftir boltanum í eigið mark eftir ótrúlegt mark Jermaine Pennant, leikmanns Liverpool.
Steve Harper horfir á eftir boltanum í eigið mark eftir ótrúlegt mark Jermaine Pennant, leikmanns Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Steve Harper, markvörður Newcastle, segir að leikurinn gegn Birmingham í kvöld sé mikilvægasti leikur félagsins í áraraðir.

Newcastle er komið í fimmtánda sæti úrvalsdeildarinnar og er aðeins þremur stigum fyrir ofan Bolton sem situr í fallsæti. Birmingham er svo í sautjánda sæti með 26 stig, tveimur á eftir Newcastle.

Það er því ljóst að ef Birmingham vinnur í kvöld kemst það fyrir ofan Newcastle og þar að auki á Bolton leik til góða.

„Næstu tveir leikir - þessi og leikurinn við Fulham - eru þeir mikilvægustu hjá Newcastle undanfarin ár. Við verðum að ná að minnsta kosti fjórum stigum úr þessum leikjum og megum alls ekki tapa."

Newcastle hefur ekki unnið leik síðan 15. desember síðastliðinn og hafa aðeins fengið tvö stig í hús síðan að Kevin Keegan tók við liðinu þann 16. janúar síðastliðinn.

„Það eru níu lið sem eru í fallhættu og því miður erum við eitt þeirra," sagði Harper. „Það er hafið nýtt tímabil hjá okkur þar sem við verðum að bretta upp ermarnar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×