Enski boltinn

Fabregas er Taylor enn reiður

NordcPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal er enn reiður út í Martin Taylor hjá Birmingham eftir að tækling hans kostaði Eduardo leiktíðina á dögunum.

Taylor fékk þriggja leikja bann fyrir tæklinguna ljótu og Eduardo brotnaði illa og spilar ekki meira á leiktíðinni. Fabregas er á því að Taylor hafi sloppið allt of vel með þriggja leikja bann.

"Auðvitað er ég enn fúll út í hann. Hann braut Eduardo og hann veit það. Auðvitað segist hann hafa gert þetta óvart, hann mun aldrei segja annað, en frábær leikmaður er úr leik það sem eftir er af árinu og Taylor fær aðeins þrjá skitna leiki í bann fyrir það. Þetta er mjög, mjög ósanngjarnt," sagði Fabregas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×