Enski boltinn

Given undir hnífinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Shay Given, markvörður Newcastle.
Shay Given, markvörður Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Shay Given, markvörður Newcastle, verður frá næstu sex vikurnar að minnsta kosti þar sem hann mun gangast undir aðgerð vegna nárameiðsla í dag.

Given er staddur í Þýskalandi þar sem aðgerðin verður framkvæmd. Hann hefur ekki spilað síðan að Newcastle tapaði fyrir Manchester United í síðasta mánuði, 5-1.

Given meiddist í haust af sömu ástæðu en hann hefur aldrei náð að hrista meiðslin almennilega af sér. Hann hefur þó spilað í 24 leikjum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×