Enski boltinn

Gillett hefur fengið morðhótanir

NordcPhotos/GettyImages

George Gillett, annar eigandi Liverpool, hefur fengið tölvupósta frá reiðum stuðningsmönnum þar sem honum er hótað lífláti ef hann láti verða af því að selja félaga sínum Tom Hicks eitthvað af helmingshlut sínum í félaginu.

Gillett mun hafa í hyggju að selja hlut sinn í félaginu, en þó ekki til landa síns Hicks eins og stuðningsmenn Liverpool óttast. Frá þessu er greint í News of the World í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×