Enski boltinn

Jafnt í hálfleik á Anfield

Fyrirliðinn John Terry skoraði mark Chelsea
Fyrirliðinn John Terry skoraði mark Chelsea NordcPhotos/GettyImages

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Staðan í leik Liverpool og Reading er jöfn 1-1.

Það var Marek Matejovski sem kom Reading óvænt yfir gegn Liverpool eftir aðeins fimm mínútur með viðstöðulausum þrumufleyg af slánni og í netið. Það var svo Javier Mascherano sem jafnaði fyrir Liverpool með fallegu langskoti. Ryan Babel hélt að hann hefði komið Liverpool yfir í leiknum en mark hans var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.

Chelsea hefur yfir 1-0 gegn Sunderland á útivelli með marki frá John Terry en ekkert mark er komið í leik Derby og Manchester United.

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth eru í góðum málum heima gegn Aston Villa þar sem þeir hafa yfir 2-0. Jermain Defoe kom Portsmouth yfir með laglegri vippu yfir markvörðinn og Nigel Reo Coker skoraði svo slysalegt sjálfsmark.

Þá er staðan 1-1 í leik West Ham og Blackburn. Roque Santa Cruz kom Blackburn yfir í leiknum en Dean Ashton jafnaði fyrir Íslendingaliðið sem virðist í það minnsta ætla að sleppa við það að tapa enn einum leiknum 4-0.

Hálfleiksstaðan:

Derby 0-0 Man Utd

Liverpool 1-1 Reading

Portsmouth 2-0 Aston Villa

Sunderland 0-1 Chelsea

West Ham 1-1 Blackburn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×