Enski boltinn

Dýrmætur sigur hjá Fulham

McBride er hér í baráttu við Phil Neville hjá Everton í dag
McBride er hér í baráttu við Phil Neville hjá Everton í dag NordcPhotos/GettyImages

Fulham heldur enn í veika von um að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni eftir frækinn 1-0 sigur á Everton í dag. Everton tapaði af sama skapi dýrmætum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsætið.

Það var Brian McBride sem skoraði eina mark leiksins með skalla en Everton menn voru langt frá sínu besta í leiknum. Þetta var aðeins fjórði sigur Fulham í úrvalsdeildinni og þrátt fyrir sigurinn er liðið enn fjórum stigum frá því að koma sér af fallsvæðinu vegna slakrar markatölu.

Fulham á eftir að spila við nokkra af keppinautum sínum í fallbaráttunni eins og Newcastle, Derby, Sunderland, Reading og Birmingham og því má segja að lokaspretturinn sé í þeirra höndum.

Everton er hinsvegar þremur stigum á eftir grönnum sínum í Liverpool í baráttunni um fjórða sætið sem gefur sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Staða neðstu liða:

13 Wigan 28

14 Reading 28

15 Newcastle 28

16 Sunderland 27

17 Birmingham 26

18 Bolton 25

19 Fulham 23

20 Derby 10




Fleiri fréttir

Sjá meira


×