Fleiri fréttir Haukastúlkur vinna enn Haukastúlkur héldu áfram sigurgöngu sinni í 1. deild kvenna í gærkvöldi og lögðu Víking að velli 33-24. 11.11.2004 00:01 Risaslagur í enska deildarbikarnum Í morgun var dregið í fjórðungsúrslitum enska deildarbikarsins. Það verður sannkallaður risaslagur því Arsenal mætir Manchester United, Tottenham tekur á móti Liverpool, Fulham mætir Chelsea í Lundúnaslag og Heiðar Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson og félagar í Watford mæta Portsmouth. Leikið verður 30. nóvember og 1. desember. 11.11.2004 00:01 Öruggur sigur Skjern Lærisveinar Arons Kristjánssonar í danska liðinu Skjern sigruðu Svendborg örugglega 35-26 í gær. Jón Jóhannsson skoraði sex mörk fyrir Skjern og Ragnar Óskarsson fjögur. 11.11.2004 00:01 Fimm leikir í körfunni Fjórir leikir eru í Intersport-deild karla í körfubolta klukkan 19.15. Skallagrímur mætir toppliði Njarðvíkur, Hamar/Selfoss mætir Fjölni í Hveragerði, Haukar sækja ÍR heim í Seljaskóla og Snæfell tekur á móti KFÍ. Í 1. deild kvenna mætast Haukar og Njarðvík. 11.11.2004 00:01 Boston vann á flautukörfu Paul Pierce tryggði Boston Celtics sigur með flautukörfu þegar liðið sigraði Portland 90-88 í NBA-körfuboltanum í nótt. Philadelphia sigraði New Jersey Nets 108-100. LeBron James skoraði 38 stig fyrir Cleveland sem sigraði Phoenix í framlengdum leik 114-109. 11.11.2004 00:01 Vilja miðana endurgreidda Stuðnigsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Southampton eru vægast sagt í sárum þessa dagana eftir niðurlægjandi tap í 16 liða úrslitum deildarbikarsins gegn Championship liði Watford 5-2 á þriðjudagskvöld. Stuðningsmenn eru sumir hverjir það súrir í bragði að þeir hafa farið þess skriflega á leit við félagið að fá 2.400 af seldum miðum endurgreidda. 11.11.2004 00:01 Birgir Leifur í 61.-84. sæti Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG er í 61.-84. sæti eftir fyrsta hring á lokastigi úrtökumótanna fyrir evrópsku mótaröðina í golfi af þeim 168 keppendum sem hófu leik. Leikið er á San Roque golfvöllunum á Spáni. Birgir Leifur lék hringinn í dag á 75 höggum. 11.11.2004 00:01 Njarðvík með 4 stiga forystu Fjórir leikir fóru fram í Intersportdeild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með naumum útisigri á Skallagrími, 91-92 í Borgarnesi. ÍR innbyrti sinn annan sigur í vetur er liðið lagði Hauka 83-75 í Austurbergi. 11.11.2004 00:01 32 sæta fall frá áramótum Íslenska landsliðið í knattspyrnu er í 90. sæti á styrkleikalista FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, sen birtur var í morgun. Liðið hefur fallið um tvö sæti frá síðasta lista og um 32 sæti frá áramótum. 10.11.2004 00:01 Mikilvægasti leikur landsliðsins Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Noregi í Egilshöll í dag klukkan 17 í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumóts kvenna. Þetta er líklega mikilvægasti kvennalandsleikur í knattspyrnu frá upphafi en Ísland hefur einu sinni áður leikið í umspili um sæti á EM. Það var fyrir tíu árum gegn Englandi. 10.11.2004 00:01 Keflvíkingar vilja Guðjón Keflvíkingar hafa rætt lauslega við Guðjón Þórðarson um að taka að sér þjálfun liðsins. Að sögn Kjartans Mássonar, sem hefur séð um viðræðurnar við Guðjón fyrir hönd Keflvíkinga, hafa Keflvíkingar sagt við Guðjón að ef ekkert kemur út úr þreifingum hans í Englandi, og Keflvíkingar hafi þá enn ekki ráðið sér þjálfara, vilji þeir ræða málin við hann. 10.11.2004 00:01 Hörður til Start Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson fer til reynslu hjá norska liðinu Start nk. mánudag. Erik Soler, þjálfari Start sem vann sér sæti í norsku úrvalsdeildinni á dögunum, segir <em>Fædrelandsvennen</em> að Hörður hafi góð meðmæli og hann muni án efa styrkja sóknarleik liðsins. 10.11.2004 00:01 Tíu marka sigur ÍBV Íslands- og bikarmeistarar ÍBV lögðu Fram að velli með tíu marka mun, 34-24, í 1. deild kvenna. Stjarnan sigraði FH með eins marka mun, 38-27. ÍBV er í 2. sæti deildarinnar með 14 stig og Stjarnan í 3. sæti með 13 stig. 10.11.2004 00:01 Keflavík burstaði KR Keflavík burstaði KR 81-56 í 1. deild kvenna í körfubolta í gær. Keflavík er efst með fullt hús stiga eða 10. 10.11.2004 00:01 Kobe með góðan leik Kobe Bryant skoraði 31 stig og hirti 8 fráköst fyrir Los Angeles Lakers sem lögðu New Orleans Hornets 106-98. 10.11.2004 00:01 Keflavík mætir Madeira Karlalið Keflavíkur mætir franska liðinu í Evrópubikarkeppni karla í körfubolta í Reykjanesbæ klukkan 19.15 í kvöld. Liðin voru einnig saman í riðli á síðasta tímabili og vann Keflavík heimaleikinn 99-88. 10.11.2004 00:01 Sigfús kominn aftur Sigfús Sigurðsson lék sinn fyrsta leik með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í tvo mánuði í gærkvöld. Sigfús lék síðustu tíu mínútur leiksins en Magdeburg steinlá fyrir Flensburg með sjö marka mun, 39-32. Arnór Atlason sat allan tímann á bekknum hjá Magdeburg. 10.11.2004 00:01 Newcastle - Chelsea á Sýn 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Stórleikur umferðarinnar er viðureign Newcastle og Chelsea og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19.45. Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Chelsea fyrir leikinn. 10.11.2004 00:01 Rooney lenti í árekstri Wayne Rooney, stórstjarna Manchester United, lenti í minniháttar árekstri við 23ja tonna vöruflutningabíl í gær. Leikmaðurinn slapp með skrekkinn en bílinn hans, Cadillac Escalade, skemmdist nokkuð. Rooney gat þó haldið för sinni áfram á æfingu. 10.11.2004 00:01 Ísland - Botninum náð Athygli vekur að ekkert landslið í öllum heiminum hefur fallið eins hratt niður styrkleikalista alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA eins og Ísland, frá því í desember á síðasta ári. Ísland sem situr í 90. sæti listans sem birtur var í morgun miðvikudag, hefur nú fallið niður um 32 sæti frá því í desember 2003 og hefur aldrei verið verið neðar. 10.11.2004 00:01 Jón Arnór spilaði félagana uppi Jón Arnór Stefánsson spilaði uppi félaga sína í 27 stiga stórsigri Dynamo St. Pétursborgar, 75-102, á KK Belgrad í öðrum leik liðsins í Evrópudeild félagsliða sem fram fór í Serbíu í fyrrakvöld. Jón Arnór gaf 8 stoðsendingar og stal 6 boltum á þeim 30 mínútum sem hann lék. 10.11.2004 00:01 Noregur burstaði Ísland Nú fyrir stundu lauk landsleik Íslands og Noregs í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumóts kvennalandsliða árið 2005. Skemmst er frá því að íslensku stúlkurnar biðu stóran ósigur, 2-7, gegn sterku liði Norðmanna. Íslenska liðið sá í raun aldrei til sólar og voru þær norsku komnar með sex marka forystu áður en Ísland náði að minnka muninn. 10.11.2004 00:01 Mutu hittir forráðamenn Juve Öll von er ekki úti fyrir rúmenska framherjann Adrian Mutu, síður en svo. Mutu, sem dæmdur var í sjö mánaða keppnisbann á dögunum og rekinn frá félagi sínu, Chelsea, fyrir að falla á lyfjaprófi, hittir á morgun forráðamenn ítalska félagsins Juventus og ræðir við þá um hugsanlegan samning. 10.11.2004 00:01 UEFA leyfir gervigrasvelli Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tók í dag þá ákvörðun að leyfa keppni á gervigrasvöllum í keppnum á vegum sambandsins, bæði í leikjum félagsliða sem og í landsleikjum. Ákvörðun þessi mun taka gildi næsta haust. 10.11.2004 00:01 Keflavík með örygga forystu Keflvíkingar hafa örugga forystu í hálfleik í heimaleik sínum gegn portúgalska liðinu Madeira í borgarkeppni Evrópu í körfuknattleik. Staðan er 66-48 en Keflvíkingar unnu fyrsta leikhlutann 34-21 og annan leikhluta 32-27. Gunnar Einarsson er stigahæstur í liði heimamanna með 20 stig. 10.11.2004 00:01 Pires ekki í landsliðshópi Frakka Robert Pires, hinn sókndjarfi miðjumaður Arsenal, er ekki í landsliðshópi Frakka sem mætir Póllandi í þessum mánuði. Pires gagnrýndi starfsaðferðir þjálfarans, Raymond Domenechs, í blaðaviðtali nýlega og svo virðist vera sem hann gjaldi fyrir þau ummæli nú. Domenech þvertekur hins vegar fyrir það og segir ákvörðun sína reista á málefnalegum rökum. 10.11.2004 00:01 Markaleysi í deildarbikarnum Markalaust er í hálfleik á St. James Park í Newcastle í viðureign heimamanna gegn Chelsea. Leikurinn hefur verið fjörugur það sem af er en Eiður Smári er hvíldur og vermir varamannabekkinn. Fjórir leikir fara fram í deildarbikarnum í kvöld og aðeins hefur eitt mark litið dagsins ljós en það skoraði Louis Saha fyrir Man. Utd. gegn Crystal Palace. 10.11.2004 00:01 Keflavík vann Madeira Keflvíkingar unnu í kvöld portúgalska liðið Madeira í borgarkeppni Evrópu í körfuknattleik með 114 stigum gegn 101. Staðan í leikhléi var 66-48 Keflvíkingum í vil en Portúgalirnir komu sterkir til leiks í síðari hálfleik náðu að minnka muninn í tvö stig í fjórða leikhluta. Magnús Gunnarsson var stigahæstu í liði Keflvíkinga með 24 stig. 10.11.2004 00:01 Framlenging í Newcastle Markalaust er eftir venjulegan leiktíma í leik Newcastle og Chelsea á heimavelli þeirra fyrrnefndu. Leikurinn hefur verið bráðfjörugur og opinn en þrátt fyrir það hefur hvorugu liðinu tekist að skora. Framlenging stendur einnig yfir í leik Fulham og Nottingham Forest en þar var staðan 1-1 eftir venjulegan leiktíma. 10.11.2004 00:01 Juve vann Fiorentina Juventus hefur sex stiga forystu á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Fiorentina í kvöld en heil umferð fór fram í deildinni. Inter gerði enn eitt jafnteflið, nú 2-2 gegn Bologna, en þetta var 9. jafntefli Inter á leiktíðinni í 11 leikjum. AC Milan er í öðru sæti en liðið gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Brescia. 10.11.2004 00:01 Eiður Smári búinn að skora Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að koma Chelsea yfir í framlengingu gegn Newcastle í 4.umferð enska deildarbikarsins. Eiður kom inn á í framlengingunni og var ekki lengi að láta til sín taka, skoraði markið með skoti fyrir utan teig í stöng og inn á 100. mínútu eða þegar fimm mínútur lifðu af fyrri háfleik framlengingar. 10.11.2004 00:01 Meistararnir úr leik Neil Mellor tryggði Liverpool sigur gegn Middlesbrough í ensku deildarbikarnum í kvöld og sló þar með meistarana út. Mellor skoraði bæði mörk Liverpool í 2-0 sigri liðsins á heimavelli og komu mörkin undir lokin, á 83. og 89. mínútu. Manchester United unnu öruggan 2-0 sigur á Crystal Palace á heimavelli. Louis Saha og Kieron Richardson skoruðu. 10.11.2004 00:01 Rangers vann Celtic Glasgow Rangers vann granna sína í Celtic í kvöld á heimavelli í skoska deildarbikarnum. Dramatíkin var mikil eins og alltaf þegar þessi lið eigast við en gestirnir í Celtic leiddu með marki frá John Hartson á 66. mínútu allt þar til fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá jafnaði Dado Prso og Shota Arveladze tryggði svo sigurinn í framlengingu. 10.11.2004 00:01 Eiður og Robben hetjur Chelsea Varamennirnir Eiður Smári Guðjohnsen og Arjen Robben voru hetjur Chelsea í leik liðsins gegn Newcastle í enska deildarbikarnum í kvöld. Þeir skoruðu sitt markið hvor í framlengingu og tryggðu Chelsea þar með 2-0 sigur og sæti í næstu umferð. Fulham vann Nottingham Forest í hinum leik kvöldins sem fór í framlengingu, 4-2 á útivelli. 10.11.2004 00:01 Óvænt úrslit í Hafnafjarðarslagnum FH vann í kvöld granna sína Hauka í uppgjöri Hafnafjarðarliðanna í norðurriðli Íslandsmóts karla í handknattleik. Leikurinn fór fram á heimavelli Hauka og urðu lokatölur 29-28 eftir að FH hafði leitt í hálfleik, 13-11. FH-ingar tvöfalda stigafjölda sinn með þessum sigri en verma enn botnsæti riðilsins með 4 stig. Haukar eru sem fyrr á toppnum. 10.11.2004 00:01 Árni Gautur markmaður ársins Leikmenn norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu útnefndu Árna Gaut Arason, markvörð Valerenga, markmann ársins en kjörinu var lýst í hófi í gærkvöldi. Þetta er mikill heiður fyrir Árna því norskir leikmenn sem leika utan heimalandsins komu einnig til greina. Varnarmaðurinn Claus Lundekvam hjá Southampton var valinn besti leikmaður ársins annað árið í röð. 9.11.2004 00:01 Emlyn Hughes látinn Emlyn Hughes fyrrverandi fyrirliði Liverpool og enska landsliðsins í knattspyrnu, er látinn, 57 ára að aldri. Banamein hans var heilaæxli. Hughes lék 62 landsleiki. Hann vann fjóra meistaratitla með Liverpool, tvo Evrópumeistaratitla, enska bikarinn og tvo UEFA-titla. Bill Shankly keypti Hughes til Liverpool árið 1967 fyrir 65 þúsund pund. 9.11.2004 00:01 Steinþór til Valsmanna Steinþór Gíslason skrifaði í gærkvöld undir þriggja ára samning við Val. Steinþór lék með Víkingi í sumar en er uppalinn Valsmaður. Þrír leikmenn Vals framlengdu samninga sína við félagið: Hálfdán Gíslason, Bjarni Ólafur Eiríksson og Benedikt Bóas Hinriksson. 9.11.2004 00:01 ÍS lagði Grindavík ÍS lagði Grindavík að velli 62-47 í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld. Alda Leif Jónsdóttir var stigahæst í liði ÍS og skoraði 22 stig. Sólveig H.Gunnlaugsdóttir skoraði 15 stig fyrir Suðurnesjaliðið. Keflavík og ÍS eru jöfn með átta stig á toppnum en Keflavík á leik til góða gegn KR á heimavelli í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19.15. 9.11.2004 00:01 Jói Kalli lék allan leikinn Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn með Leicester þegar liðið skellti Coventry 3-0 í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Bjarni Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Coventry. Leicester komst upp í 12.sæti með sigrinum en Coventry er í 19.sæti. 9.11.2004 00:01 Robson líklega til WBA Búist er við því að Bryan Robson verði ráðinn knattspyrnustjóri enska knattspyrnufélagsins West Bromwich Albion í dag. Robson lék á árum áður með Albion áður en hann gerði garðinn frægan hjá Manchester United. Robson var stjóri hjá Middlesbrough í nokkur ár og síðast var hann hjá Bradford. 9.11.2004 00:01 Enski deildabikarinn í kvöld 16-liða úrslitin í enska deildabikarnum í knattspyrnu hefjast í kvöld með fjórum leikjum. Arsenal mætir Everton, Cardiff tekur á móti Portsmouth og Watford á móti Southampton. Þá mætast Burnley og Tottenham og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19.45. 9.11.2004 00:01 Ámundi hættir hjá Fylki Ámundi Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, mun láta af störfum hjá deildinni á félagsfundi á þriðjudag í næstu viku. Hann hefur verið formaður deildarinnar undanfarin tvö ár og verið í stjórnunarstörfum hjá knattspyrnudeildinni í samtals 12 ár. 9.11.2004 00:01 Keflavík og Snæfell mætast Í dag var dregið í bikarkeppni karla og kvenna í körfuknattleik. Það var dregið í 32-liða úrslitum hjá körlunum og 16-liða úrslitum hjá konunum. Stórleikur umferðarinnar er án efa viðureign Keflavíkur og Snæfells í karlaflokki en þessi lið léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðastliðið vor. 9.11.2004 00:01 Dallas vann fjórða leikinn í röð Dallas Mavericks vann fjórða leik sinn í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöld. Dallas mætti Golden State og vann eftir framlengingu 101-98. Dirk Nowitski var stigahæstur hjá Dallas og skoraði 25 stig. 9.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Haukastúlkur vinna enn Haukastúlkur héldu áfram sigurgöngu sinni í 1. deild kvenna í gærkvöldi og lögðu Víking að velli 33-24. 11.11.2004 00:01
Risaslagur í enska deildarbikarnum Í morgun var dregið í fjórðungsúrslitum enska deildarbikarsins. Það verður sannkallaður risaslagur því Arsenal mætir Manchester United, Tottenham tekur á móti Liverpool, Fulham mætir Chelsea í Lundúnaslag og Heiðar Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson og félagar í Watford mæta Portsmouth. Leikið verður 30. nóvember og 1. desember. 11.11.2004 00:01
Öruggur sigur Skjern Lærisveinar Arons Kristjánssonar í danska liðinu Skjern sigruðu Svendborg örugglega 35-26 í gær. Jón Jóhannsson skoraði sex mörk fyrir Skjern og Ragnar Óskarsson fjögur. 11.11.2004 00:01
Fimm leikir í körfunni Fjórir leikir eru í Intersport-deild karla í körfubolta klukkan 19.15. Skallagrímur mætir toppliði Njarðvíkur, Hamar/Selfoss mætir Fjölni í Hveragerði, Haukar sækja ÍR heim í Seljaskóla og Snæfell tekur á móti KFÍ. Í 1. deild kvenna mætast Haukar og Njarðvík. 11.11.2004 00:01
Boston vann á flautukörfu Paul Pierce tryggði Boston Celtics sigur með flautukörfu þegar liðið sigraði Portland 90-88 í NBA-körfuboltanum í nótt. Philadelphia sigraði New Jersey Nets 108-100. LeBron James skoraði 38 stig fyrir Cleveland sem sigraði Phoenix í framlengdum leik 114-109. 11.11.2004 00:01
Vilja miðana endurgreidda Stuðnigsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Southampton eru vægast sagt í sárum þessa dagana eftir niðurlægjandi tap í 16 liða úrslitum deildarbikarsins gegn Championship liði Watford 5-2 á þriðjudagskvöld. Stuðningsmenn eru sumir hverjir það súrir í bragði að þeir hafa farið þess skriflega á leit við félagið að fá 2.400 af seldum miðum endurgreidda. 11.11.2004 00:01
Birgir Leifur í 61.-84. sæti Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG er í 61.-84. sæti eftir fyrsta hring á lokastigi úrtökumótanna fyrir evrópsku mótaröðina í golfi af þeim 168 keppendum sem hófu leik. Leikið er á San Roque golfvöllunum á Spáni. Birgir Leifur lék hringinn í dag á 75 höggum. 11.11.2004 00:01
Njarðvík með 4 stiga forystu Fjórir leikir fóru fram í Intersportdeild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með naumum útisigri á Skallagrími, 91-92 í Borgarnesi. ÍR innbyrti sinn annan sigur í vetur er liðið lagði Hauka 83-75 í Austurbergi. 11.11.2004 00:01
32 sæta fall frá áramótum Íslenska landsliðið í knattspyrnu er í 90. sæti á styrkleikalista FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, sen birtur var í morgun. Liðið hefur fallið um tvö sæti frá síðasta lista og um 32 sæti frá áramótum. 10.11.2004 00:01
Mikilvægasti leikur landsliðsins Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Noregi í Egilshöll í dag klukkan 17 í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumóts kvenna. Þetta er líklega mikilvægasti kvennalandsleikur í knattspyrnu frá upphafi en Ísland hefur einu sinni áður leikið í umspili um sæti á EM. Það var fyrir tíu árum gegn Englandi. 10.11.2004 00:01
Keflvíkingar vilja Guðjón Keflvíkingar hafa rætt lauslega við Guðjón Þórðarson um að taka að sér þjálfun liðsins. Að sögn Kjartans Mássonar, sem hefur séð um viðræðurnar við Guðjón fyrir hönd Keflvíkinga, hafa Keflvíkingar sagt við Guðjón að ef ekkert kemur út úr þreifingum hans í Englandi, og Keflvíkingar hafi þá enn ekki ráðið sér þjálfara, vilji þeir ræða málin við hann. 10.11.2004 00:01
Hörður til Start Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson fer til reynslu hjá norska liðinu Start nk. mánudag. Erik Soler, þjálfari Start sem vann sér sæti í norsku úrvalsdeildinni á dögunum, segir <em>Fædrelandsvennen</em> að Hörður hafi góð meðmæli og hann muni án efa styrkja sóknarleik liðsins. 10.11.2004 00:01
Tíu marka sigur ÍBV Íslands- og bikarmeistarar ÍBV lögðu Fram að velli með tíu marka mun, 34-24, í 1. deild kvenna. Stjarnan sigraði FH með eins marka mun, 38-27. ÍBV er í 2. sæti deildarinnar með 14 stig og Stjarnan í 3. sæti með 13 stig. 10.11.2004 00:01
Keflavík burstaði KR Keflavík burstaði KR 81-56 í 1. deild kvenna í körfubolta í gær. Keflavík er efst með fullt hús stiga eða 10. 10.11.2004 00:01
Kobe með góðan leik Kobe Bryant skoraði 31 stig og hirti 8 fráköst fyrir Los Angeles Lakers sem lögðu New Orleans Hornets 106-98. 10.11.2004 00:01
Keflavík mætir Madeira Karlalið Keflavíkur mætir franska liðinu í Evrópubikarkeppni karla í körfubolta í Reykjanesbæ klukkan 19.15 í kvöld. Liðin voru einnig saman í riðli á síðasta tímabili og vann Keflavík heimaleikinn 99-88. 10.11.2004 00:01
Sigfús kominn aftur Sigfús Sigurðsson lék sinn fyrsta leik með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í tvo mánuði í gærkvöld. Sigfús lék síðustu tíu mínútur leiksins en Magdeburg steinlá fyrir Flensburg með sjö marka mun, 39-32. Arnór Atlason sat allan tímann á bekknum hjá Magdeburg. 10.11.2004 00:01
Newcastle - Chelsea á Sýn 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Stórleikur umferðarinnar er viðureign Newcastle og Chelsea og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19.45. Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Chelsea fyrir leikinn. 10.11.2004 00:01
Rooney lenti í árekstri Wayne Rooney, stórstjarna Manchester United, lenti í minniháttar árekstri við 23ja tonna vöruflutningabíl í gær. Leikmaðurinn slapp með skrekkinn en bílinn hans, Cadillac Escalade, skemmdist nokkuð. Rooney gat þó haldið för sinni áfram á æfingu. 10.11.2004 00:01
Ísland - Botninum náð Athygli vekur að ekkert landslið í öllum heiminum hefur fallið eins hratt niður styrkleikalista alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA eins og Ísland, frá því í desember á síðasta ári. Ísland sem situr í 90. sæti listans sem birtur var í morgun miðvikudag, hefur nú fallið niður um 32 sæti frá því í desember 2003 og hefur aldrei verið verið neðar. 10.11.2004 00:01
Jón Arnór spilaði félagana uppi Jón Arnór Stefánsson spilaði uppi félaga sína í 27 stiga stórsigri Dynamo St. Pétursborgar, 75-102, á KK Belgrad í öðrum leik liðsins í Evrópudeild félagsliða sem fram fór í Serbíu í fyrrakvöld. Jón Arnór gaf 8 stoðsendingar og stal 6 boltum á þeim 30 mínútum sem hann lék. 10.11.2004 00:01
Noregur burstaði Ísland Nú fyrir stundu lauk landsleik Íslands og Noregs í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumóts kvennalandsliða árið 2005. Skemmst er frá því að íslensku stúlkurnar biðu stóran ósigur, 2-7, gegn sterku liði Norðmanna. Íslenska liðið sá í raun aldrei til sólar og voru þær norsku komnar með sex marka forystu áður en Ísland náði að minnka muninn. 10.11.2004 00:01
Mutu hittir forráðamenn Juve Öll von er ekki úti fyrir rúmenska framherjann Adrian Mutu, síður en svo. Mutu, sem dæmdur var í sjö mánaða keppnisbann á dögunum og rekinn frá félagi sínu, Chelsea, fyrir að falla á lyfjaprófi, hittir á morgun forráðamenn ítalska félagsins Juventus og ræðir við þá um hugsanlegan samning. 10.11.2004 00:01
UEFA leyfir gervigrasvelli Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tók í dag þá ákvörðun að leyfa keppni á gervigrasvöllum í keppnum á vegum sambandsins, bæði í leikjum félagsliða sem og í landsleikjum. Ákvörðun þessi mun taka gildi næsta haust. 10.11.2004 00:01
Keflavík með örygga forystu Keflvíkingar hafa örugga forystu í hálfleik í heimaleik sínum gegn portúgalska liðinu Madeira í borgarkeppni Evrópu í körfuknattleik. Staðan er 66-48 en Keflvíkingar unnu fyrsta leikhlutann 34-21 og annan leikhluta 32-27. Gunnar Einarsson er stigahæstur í liði heimamanna með 20 stig. 10.11.2004 00:01
Pires ekki í landsliðshópi Frakka Robert Pires, hinn sókndjarfi miðjumaður Arsenal, er ekki í landsliðshópi Frakka sem mætir Póllandi í þessum mánuði. Pires gagnrýndi starfsaðferðir þjálfarans, Raymond Domenechs, í blaðaviðtali nýlega og svo virðist vera sem hann gjaldi fyrir þau ummæli nú. Domenech þvertekur hins vegar fyrir það og segir ákvörðun sína reista á málefnalegum rökum. 10.11.2004 00:01
Markaleysi í deildarbikarnum Markalaust er í hálfleik á St. James Park í Newcastle í viðureign heimamanna gegn Chelsea. Leikurinn hefur verið fjörugur það sem af er en Eiður Smári er hvíldur og vermir varamannabekkinn. Fjórir leikir fara fram í deildarbikarnum í kvöld og aðeins hefur eitt mark litið dagsins ljós en það skoraði Louis Saha fyrir Man. Utd. gegn Crystal Palace. 10.11.2004 00:01
Keflavík vann Madeira Keflvíkingar unnu í kvöld portúgalska liðið Madeira í borgarkeppni Evrópu í körfuknattleik með 114 stigum gegn 101. Staðan í leikhléi var 66-48 Keflvíkingum í vil en Portúgalirnir komu sterkir til leiks í síðari hálfleik náðu að minnka muninn í tvö stig í fjórða leikhluta. Magnús Gunnarsson var stigahæstu í liði Keflvíkinga með 24 stig. 10.11.2004 00:01
Framlenging í Newcastle Markalaust er eftir venjulegan leiktíma í leik Newcastle og Chelsea á heimavelli þeirra fyrrnefndu. Leikurinn hefur verið bráðfjörugur og opinn en þrátt fyrir það hefur hvorugu liðinu tekist að skora. Framlenging stendur einnig yfir í leik Fulham og Nottingham Forest en þar var staðan 1-1 eftir venjulegan leiktíma. 10.11.2004 00:01
Juve vann Fiorentina Juventus hefur sex stiga forystu á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Fiorentina í kvöld en heil umferð fór fram í deildinni. Inter gerði enn eitt jafnteflið, nú 2-2 gegn Bologna, en þetta var 9. jafntefli Inter á leiktíðinni í 11 leikjum. AC Milan er í öðru sæti en liðið gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Brescia. 10.11.2004 00:01
Eiður Smári búinn að skora Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að koma Chelsea yfir í framlengingu gegn Newcastle í 4.umferð enska deildarbikarsins. Eiður kom inn á í framlengingunni og var ekki lengi að láta til sín taka, skoraði markið með skoti fyrir utan teig í stöng og inn á 100. mínútu eða þegar fimm mínútur lifðu af fyrri háfleik framlengingar. 10.11.2004 00:01
Meistararnir úr leik Neil Mellor tryggði Liverpool sigur gegn Middlesbrough í ensku deildarbikarnum í kvöld og sló þar með meistarana út. Mellor skoraði bæði mörk Liverpool í 2-0 sigri liðsins á heimavelli og komu mörkin undir lokin, á 83. og 89. mínútu. Manchester United unnu öruggan 2-0 sigur á Crystal Palace á heimavelli. Louis Saha og Kieron Richardson skoruðu. 10.11.2004 00:01
Rangers vann Celtic Glasgow Rangers vann granna sína í Celtic í kvöld á heimavelli í skoska deildarbikarnum. Dramatíkin var mikil eins og alltaf þegar þessi lið eigast við en gestirnir í Celtic leiddu með marki frá John Hartson á 66. mínútu allt þar til fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá jafnaði Dado Prso og Shota Arveladze tryggði svo sigurinn í framlengingu. 10.11.2004 00:01
Eiður og Robben hetjur Chelsea Varamennirnir Eiður Smári Guðjohnsen og Arjen Robben voru hetjur Chelsea í leik liðsins gegn Newcastle í enska deildarbikarnum í kvöld. Þeir skoruðu sitt markið hvor í framlengingu og tryggðu Chelsea þar með 2-0 sigur og sæti í næstu umferð. Fulham vann Nottingham Forest í hinum leik kvöldins sem fór í framlengingu, 4-2 á útivelli. 10.11.2004 00:01
Óvænt úrslit í Hafnafjarðarslagnum FH vann í kvöld granna sína Hauka í uppgjöri Hafnafjarðarliðanna í norðurriðli Íslandsmóts karla í handknattleik. Leikurinn fór fram á heimavelli Hauka og urðu lokatölur 29-28 eftir að FH hafði leitt í hálfleik, 13-11. FH-ingar tvöfalda stigafjölda sinn með þessum sigri en verma enn botnsæti riðilsins með 4 stig. Haukar eru sem fyrr á toppnum. 10.11.2004 00:01
Árni Gautur markmaður ársins Leikmenn norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu útnefndu Árna Gaut Arason, markvörð Valerenga, markmann ársins en kjörinu var lýst í hófi í gærkvöldi. Þetta er mikill heiður fyrir Árna því norskir leikmenn sem leika utan heimalandsins komu einnig til greina. Varnarmaðurinn Claus Lundekvam hjá Southampton var valinn besti leikmaður ársins annað árið í röð. 9.11.2004 00:01
Emlyn Hughes látinn Emlyn Hughes fyrrverandi fyrirliði Liverpool og enska landsliðsins í knattspyrnu, er látinn, 57 ára að aldri. Banamein hans var heilaæxli. Hughes lék 62 landsleiki. Hann vann fjóra meistaratitla með Liverpool, tvo Evrópumeistaratitla, enska bikarinn og tvo UEFA-titla. Bill Shankly keypti Hughes til Liverpool árið 1967 fyrir 65 þúsund pund. 9.11.2004 00:01
Steinþór til Valsmanna Steinþór Gíslason skrifaði í gærkvöld undir þriggja ára samning við Val. Steinþór lék með Víkingi í sumar en er uppalinn Valsmaður. Þrír leikmenn Vals framlengdu samninga sína við félagið: Hálfdán Gíslason, Bjarni Ólafur Eiríksson og Benedikt Bóas Hinriksson. 9.11.2004 00:01
ÍS lagði Grindavík ÍS lagði Grindavík að velli 62-47 í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld. Alda Leif Jónsdóttir var stigahæst í liði ÍS og skoraði 22 stig. Sólveig H.Gunnlaugsdóttir skoraði 15 stig fyrir Suðurnesjaliðið. Keflavík og ÍS eru jöfn með átta stig á toppnum en Keflavík á leik til góða gegn KR á heimavelli í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19.15. 9.11.2004 00:01
Jói Kalli lék allan leikinn Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn með Leicester þegar liðið skellti Coventry 3-0 í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Bjarni Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Coventry. Leicester komst upp í 12.sæti með sigrinum en Coventry er í 19.sæti. 9.11.2004 00:01
Robson líklega til WBA Búist er við því að Bryan Robson verði ráðinn knattspyrnustjóri enska knattspyrnufélagsins West Bromwich Albion í dag. Robson lék á árum áður með Albion áður en hann gerði garðinn frægan hjá Manchester United. Robson var stjóri hjá Middlesbrough í nokkur ár og síðast var hann hjá Bradford. 9.11.2004 00:01
Enski deildabikarinn í kvöld 16-liða úrslitin í enska deildabikarnum í knattspyrnu hefjast í kvöld með fjórum leikjum. Arsenal mætir Everton, Cardiff tekur á móti Portsmouth og Watford á móti Southampton. Þá mætast Burnley og Tottenham og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19.45. 9.11.2004 00:01
Ámundi hættir hjá Fylki Ámundi Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, mun láta af störfum hjá deildinni á félagsfundi á þriðjudag í næstu viku. Hann hefur verið formaður deildarinnar undanfarin tvö ár og verið í stjórnunarstörfum hjá knattspyrnudeildinni í samtals 12 ár. 9.11.2004 00:01
Keflavík og Snæfell mætast Í dag var dregið í bikarkeppni karla og kvenna í körfuknattleik. Það var dregið í 32-liða úrslitum hjá körlunum og 16-liða úrslitum hjá konunum. Stórleikur umferðarinnar er án efa viðureign Keflavíkur og Snæfells í karlaflokki en þessi lið léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðastliðið vor. 9.11.2004 00:01
Dallas vann fjórða leikinn í röð Dallas Mavericks vann fjórða leik sinn í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöld. Dallas mætti Golden State og vann eftir framlengingu 101-98. Dirk Nowitski var stigahæstur hjá Dallas og skoraði 25 stig. 9.11.2004 00:01