Sport

Árni Gautur markmaður ársins

Leikmenn norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu útnefndu Árna Gaut Arason, markvörð Valerenga, markmann ársins en kjörinu var lýst í hófi í gærkvöldi. Þetta er mikill heiður fyrir Árna því norskir leikmenn sem leika utan heimalandsins komu einnig til greina. Varnarmaðurinn Claus Lundekvam hjá Southampton var valinn besti leikmaður ársins annað árið í röð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×