Sport

Óvænt úrslit í Hafnafjarðarslagnum

FH vann í kvöld granna sína Hauka í uppgjöri Hafnafjarðarliðanna í norðurriðli Íslandsmóts karla í handknattleik. Leikurinn fór fram á heimavelli Hauka og urðu lokatölur 29-28 eftir að FH hafði leitt í hálfleik, 13-11. FH-ingar tvöfalda stigafjölda sinn með þessum sigri en verma enn botnsæti riðilsins með 4 stig. Haukar eru sem fyrr á toppnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×