Sport

Njarðvík með 4 stiga forystu

Fjórir leikir fóru fram í Intersportdeild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með naumum útisigri á Skallagrími, 91-92 í Borgarnesi. ÍR innbyrti sinn annan sigur í vetur er liðið lagði Hauka 83-75 í Austurbergi og Fjölnismenn sem höfðu unnið 4 af 5 leikjum sínum fram að þessu töpuðu fyrir Hamar/Selfoss, 104-98 í Hveragerði en þetta var fyrsti sigur Sunnlendinga í deildinni. Þá fór Snæfell létt með Ísfirðingana í KFÍ, 115-68 í Stykkishólmi. Njarðvíkingar eru með 12 stig á toppi deildarinnar, Keflavík í 2. sæti með 8 stig og eiga leik til góða, Fjölnir og Skallagrímur einnig með 8 stig. Ísfirðingar eru nú einir á botninum án stiga eftir 6 umferðir. Tveir leikir fara fram annað kvöld. Grindavík tekur á móti Tindastóli og KR fær Keflavík í heimsókn. Báðir leikirnir hefjast kl 19.15. Einn leikur fór fram í 1.deild karla í kvöld. Þór Akureyri burstaði ÍA 105-55 fyrir norðan. Þá var einn leikur í 1.deild kvenna þegar Haukar unnu Njarðvík 65-54.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×