Sport

Steinþór til Valsmanna

Steinþór Gíslason skrifaði í gærkvöld undir þriggja ára samning við Val. Steinþór lék með Víkingi í sumar en er uppalinn Valsmaður. Þrír leikmenn Vals framlengdu samninga sína við félagið: Hálfdán Gíslason, Bjarni Ólafur Eiríksson og Benedikt Bóas Hinriksson. Börkur Edwardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði við íþróttadeild í gærkvöld að þeir væru enn að kanna leikmannamarkaðinn hér heima og myndu í framhaldi af því taka ákvörðun hvort þeir leituðu út fyrir landssteinana næsta vor. Börkur nefndi England í því sambandi. Steinþór er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við nýliða Vals. Áður höfðu Guðmundur Benedkiktsson, Kjartan Sturluson og Atli Sveinn Þórarinsson skrifað undir hjá félaginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×