Sport

Keflvíkingar vilja Guðjón

Keflvíkingar hafa rætt lauslega við Guðjón Þórðarson um að taka að sér þjálfun liðsins. Að sögn Kjartans Mássonar, sem hefur séð um viðræðurnar við Guðjón fyrir hönd Keflvíkinga, hafa Keflvíkingar sagt við Guðjón að ef ekkert kemur út úr þreifingum hans í Englandi, og Keflvíkingar hafi þá enn ekki ráðið sér þjálfara, vilji þeir ræða málin við hann. Grindvíkingar bíða enn eftir svari frá Guðjóni en hann sagði við íþróttadeildina að litlar líkur væru á því að hann þjálfaði hér á landi á komandi leiktíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×