Sport

Ísland - Botninum náð

Athygli vekur að ekkert landslið í öllum heiminum hefur fallið eins hratt niður styrkleikalista alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eins og Ísland, frá því í desember á síðasta ári. Ísland sem situr í 90. sæti listans sem birtur var í morgun miðvikudag, hefur nú fallið niður um 32 sæti frá því í desember 2003 þegar liðið sat í 58. sæti eftir að hafa aðeins naumlega misst af sæti á EM í Portúgal. Landsliðið okkar hefur aldrei verið neðar á listanum áður ef miðað er við þær upplýsingar frá 1993 sem FIFA heldur uppi á heimasíðu sinni en þá hóf FIFA starfrækslu styrleikalistans. Ísland er í sérflokki á meðal liða á hraðri niðurleið því það landslið sem hrapar næst hraðast niður frá því í desember 2003 er Madagaskar sem situr í sæti númer 142 þessa vikuna og hefur fallið niður um 24 sæti á sama tímabili. Þar á eftir koma Skotar í 77. sæti en þeir hafa hrapað niður um 23 sæti á sama tíma og Belgar sem fylgja þar á eftir og hafa fallið niður um 22 sæti eftir að hafa setið í 16. sæti listans fyrir tæpu ári. Það er enn verri tilhugsun að fara aftur til 13. september 1994 þegar Ísland sat í 37. sæti FIFA listans og gera sér grein fyrir því að landsliðið okkar hefur hrapað niður um 53 sæti á þessu tímabili eða síðan fyrir réttum 10 árum. Hér er listi yfir þær 10 þjóðir sem eru á hröðustu niðurleiðinni. Sæti í dag - Landslið - Hrap frá des 03 90  Ísland   -32 142 Madagaskar   -24 77  Skotland    -23 38  Belgía    -22 77  Kongó    -21 79  Bosnía-Herzegovína -20 138 Lesotho     -18 148 Eþíópía     -18 67  Lettland    -16 82  Austurríki   -15



Fleiri fréttir

Sjá meira


×