Sport

Dallas vann fjórða leikinn í röð

Dallas Mavericks vann fjórða leik sinn í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöld. Dallas mætti Golden State og vann eftir framlengingu 101-98. Dirk Nowitski var stigahæstur hjá Dallas og skoraði 25 stig. Utah Jazz hefur einnig unnið alla fjóra leiki sína í deildinni. Liðið mætti Denver Nuggets og sigraði 101-92. Andrei Kirilenko skoraði 24 stig fyrir Utah. Meistarar Detroit Pistons lögðu Los Angeles Clippers að velli 99-96. Chauncey Billups skoraði 20 stig og átti níu stoðsendingar fyrir Pistons.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×