Sport

Keflavík með örygga forystu

Keflvíkingar hafa örugga forystu í hálfleik í heimaleik sínum gegn portúgalska liðinu Madeira í borgarkeppni Evrópu í körfuknattleik. Staðan er 66-48 en Keflvíkingar unnu fyrsta leikhlutann 34-21 og annan leikhluta 32-27. Gunnar Einarsson er stigahæstur í liði heimamanna með 20 stig. Magnús Þór Gunnarsson hefur skorað 15 stig, Nick Bradford 12 (7 fráköst) og Anthony Glover 8 (6 fráköst). Portúgalarnir eiga fá svör við framliggjandi vörn Keflvíkinga en til marks um það hafa þeir tapað 14 boltum í fyrri hálfleik gegn þessari sterku vörn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×