Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2025 09:02 Blikar voru allt annað en sáttir með rauða spjaldið sem Ívar Orri Kristjánsson gaf Viktori Karli Einarssyni í gærkvöld. Sýn Sport Það var vægast sagt rosalegur dagur í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar næstsíðasta umferðin fyrir skiptingu fór fram. Stórleikur Víkings og Breiðabliks olli engum vonbrigðum. Öll mörk umferðarinnar og umdeilda brottreksturinn í Fossvogi má nú sjá á Vísi. Víkingur og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í mögnuðum leik í Fossvogi þar sem Blikar urðu manni færri í stöðunni 1-1, eftir umdeilda ákvörðun Ívars Orra Kristjánssonar dómara. Hann rak þá Viktor Karl Einarsson af velli fyrir brot á Daníel Hafsteinssyni sem hafði nappað af Viktori boltanum. Toppbaráttan gerði ekkert annað en að harðna í gær því Valsmenn töpuðu 2-1 fyrir Fram, þrátt fyrir að hafa komist yfir með glæsimarki Arons Jóhannssonar. Freyr Sigurðsson átti stóran heiður að báðum mörkum Fram sem Simon Tibbling skoraði en sigurmarkið kom úr víti seint í uppbótartíma og fleytti Fram upp í efri hlutann. Stjarnan vann magnaðan 3-2 sigur gegn KA eftir að hafa lent 2-0 undir í Garðabænum, og nú eru Stjörnumenn aðeins þremur stigum frá toppliði Vals og tveimur á eftir Víkingum. KA á enn von um að enda í efri hluta deildarinnar, þrátt fyrir að vera núna í 9. sæti. Í Mosfellsbæ héldu vandræði heimamanna áfram en þeir eru nú þremur stigum frá næsta örugga sæti, eftir 2-1 tap gegn FH sem er komið upp í 5. sæti. Sigurmark Sigurðar Bjarts Hallssonar gerði heimamenn reiða enda töldu þeir brotið á markverðinum Jökli Andréssyni. KR á ekki lengur möguleika á að enda í efri hlutanum og er þremur stigum frá fallsæti, eftir 1-1 jafntefli gegn Vestra á Ísafirði. Vestramenn eru komnir niður í neðri hlutann en geta breytt því í lokaumferðinni. Skagamenn eru hins vegar átta stigum frá næsta örugga sæti, á meðan að ÍBV er í flottum málum í 7. sæti, eftir 2-0 sigur Eyjamanna gegn ÍA í gær. Besta deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Víkingur og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í mögnuðum leik í Fossvogi þar sem Blikar urðu manni færri í stöðunni 1-1, eftir umdeilda ákvörðun Ívars Orra Kristjánssonar dómara. Hann rak þá Viktor Karl Einarsson af velli fyrir brot á Daníel Hafsteinssyni sem hafði nappað af Viktori boltanum. Toppbaráttan gerði ekkert annað en að harðna í gær því Valsmenn töpuðu 2-1 fyrir Fram, þrátt fyrir að hafa komist yfir með glæsimarki Arons Jóhannssonar. Freyr Sigurðsson átti stóran heiður að báðum mörkum Fram sem Simon Tibbling skoraði en sigurmarkið kom úr víti seint í uppbótartíma og fleytti Fram upp í efri hlutann. Stjarnan vann magnaðan 3-2 sigur gegn KA eftir að hafa lent 2-0 undir í Garðabænum, og nú eru Stjörnumenn aðeins þremur stigum frá toppliði Vals og tveimur á eftir Víkingum. KA á enn von um að enda í efri hluta deildarinnar, þrátt fyrir að vera núna í 9. sæti. Í Mosfellsbæ héldu vandræði heimamanna áfram en þeir eru nú þremur stigum frá næsta örugga sæti, eftir 2-1 tap gegn FH sem er komið upp í 5. sæti. Sigurmark Sigurðar Bjarts Hallssonar gerði heimamenn reiða enda töldu þeir brotið á markverðinum Jökli Andréssyni. KR á ekki lengur möguleika á að enda í efri hlutanum og er þremur stigum frá fallsæti, eftir 1-1 jafntefli gegn Vestra á Ísafirði. Vestramenn eru komnir niður í neðri hlutann en geta breytt því í lokaumferðinni. Skagamenn eru hins vegar átta stigum frá næsta örugga sæti, á meðan að ÍBV er í flottum málum í 7. sæti, eftir 2-0 sigur Eyjamanna gegn ÍA í gær.
Besta deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira