Sport

Mutu hittir forráðamenn Juve

Öll von er ekki úti fyrir rúmenska framherjann Adrian Mutu, síður en svo. Mutu, sem dæmdur var í sjö mánaða keppnisbann á dögunum og rekinn frá félagi sínu, Chelsea, fyrir að falla á lyfjaprófi, hittir á morgun forráðamenn ítalska félagsins Juventus og ræðir við þá um hugsanlegan samning. Mutu rak nýlega rúmenska umboðsmenn sína og gekk til liðs við umboðsskrifstofu Alessandro Moggi, en hann er einmitt sonur Luciano Moggi, framkvæmdastjóra Juve. "Mutu mun verða í aðalstúkunni þegar leikur Juventus og Fiorentina fer fram í kvöld", sagði talsmaður Juve. "Síðar mun hann hitta mikilvæga menn hjá félaginu". Fyrst mun Mutu hitta lögfræðinga og fara yfir áhrif þess að samningi hans við Chelsea var sagt upp og hvort hann megi yfirhöfðuð ganga til samningsviðræðna við annað félag. Víst er að forráðamönnum Chelsea er ekki skemmt við þessi tíðindi, enda kostaði Mutu um tvo milljarða er hann var keyptur á sínum tíma og hafði um 9 milljónir í vikulaun á því tæpa ári sem hann var í röðum félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×