Sport

Pires ekki í landsliðshópi Frakka

Robert Pires, hinn sókndjarfi miðjumaður Arsenal, er ekki í landsliðshópi Frakka sem mætir Póllandi í þessum mánuði. Pires gagnrýndi starfsaðferðir þjálfarans, Raymond Domenechs, í  blaðaviðtali nýlega og svo virðist vera sem hann gjaldi fyrir þau ummæli nú. Domenech þvertekur hins vegar fyrir það og segir ákvörðun sína reista á málefnalegum rökum. Domenech segir að Pires hafi ekki verið valinn eingöngu á "íþróttalegum forsendum" og þessi ákvörðun væri ekki refsing fyrir þau orð sem leikmaðurinn lét hafa eftir sér í France Football. "Ég vel leikmenn aðeins á íþróttalegum forsendum. Í leiknum gegn Póllandi vil ég fylgjast með öðrum leikmönnum." sagði Domenech.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×