„Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2025 08:00 Elvar Már Friðriksson og aðrir Íslendingar botnuðu ekkert í ákvörðunum dómaranna á lokakaflanum í Katowice í gærkvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er alltaf ömurlegt þegar leikir ráðast á einhverju svona bulli,“ sagði körfuboltaþjálfarinn Benedikt Guðmundsson þegar dómararnir fengu að finna fyrir því í umræðum eftir tap Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. Leikurinn var krufinn til mergjar í hlaðvarpinu Besta sætið og er hægt að hlusta á umræðuna hér að neðan. Fyrst urðu menn að fá að ræða aðeins dómgæsluna á lokamínútunum, þar sem íslenska liðið var svipt öllum möguleikum á sigri. Sóknarvilla á Tryggva Snæ Hlinason, óíþróttamannsleg villa á Elvar Má Friðriksson eftir afar langa skoðun á myndbandi, og þriggja skota villa á Ægi Þór Steinarsson voru meðal efniviðs í samsæriskenningar um að koma ætti heimaliði Póllands áfram í keppninni á kostnað Íslands. „Mér fannst þetta vera einbeittur brotavilji. Mér fannst þeir bara vera að leita að einhverju. Þegar maður horfir á körfuboltaleiki vill maður sjá leikmenn ráða úrslitum. Það var ekki þannig þarna. Þegar þau fóru í skjáinn til að skoða þetta atvik með Elvar þá hefði verið nóg að skoða þetta einu sinni og segja „no call“. Bara áfram með þetta,“ sagði Halldór Örn Halldórsson í þættinum. Allir voru svo sammála um að villan á Ægi í lokin hefði verið fáránleg. „Hann kom ekki við manninn,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem stýrði þættinum. Craig Pedersen þjálfari Íslands fór ekki leynt með það hvílíkt hneyksli hefði að hans mati átt sér stað í gærkvöld og voru sérfræðingarnir ánægðir með hann. „Þetta var bara eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik. Að dómararnir ættu að vera 3-0 [með þrjá sigra en engin töp] eftir þennan leik. Þetta leit þannig út. Alveg ömurlegt. Ég var ánægður með þetta viðtal hjá Craig og hann lét alla heyra það,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson. „Ég skil hann vel. Hann er við öll í þessu dæmi,“ bætti Halldór við. Hægt er að hlusta á Besta sætið í heild á tal.is eða í öðrum hlaðvarpsveitum, eða í spilaranum hér ofar í greininni. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Besta sætið Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Fleiri fréttir Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Sjá meira
Leikurinn var krufinn til mergjar í hlaðvarpinu Besta sætið og er hægt að hlusta á umræðuna hér að neðan. Fyrst urðu menn að fá að ræða aðeins dómgæsluna á lokamínútunum, þar sem íslenska liðið var svipt öllum möguleikum á sigri. Sóknarvilla á Tryggva Snæ Hlinason, óíþróttamannsleg villa á Elvar Má Friðriksson eftir afar langa skoðun á myndbandi, og þriggja skota villa á Ægi Þór Steinarsson voru meðal efniviðs í samsæriskenningar um að koma ætti heimaliði Póllands áfram í keppninni á kostnað Íslands. „Mér fannst þetta vera einbeittur brotavilji. Mér fannst þeir bara vera að leita að einhverju. Þegar maður horfir á körfuboltaleiki vill maður sjá leikmenn ráða úrslitum. Það var ekki þannig þarna. Þegar þau fóru í skjáinn til að skoða þetta atvik með Elvar þá hefði verið nóg að skoða þetta einu sinni og segja „no call“. Bara áfram með þetta,“ sagði Halldór Örn Halldórsson í þættinum. Allir voru svo sammála um að villan á Ægi í lokin hefði verið fáránleg. „Hann kom ekki við manninn,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem stýrði þættinum. Craig Pedersen þjálfari Íslands fór ekki leynt með það hvílíkt hneyksli hefði að hans mati átt sér stað í gærkvöld og voru sérfræðingarnir ánægðir með hann. „Þetta var bara eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik. Að dómararnir ættu að vera 3-0 [með þrjá sigra en engin töp] eftir þennan leik. Þetta leit þannig út. Alveg ömurlegt. Ég var ánægður með þetta viðtal hjá Craig og hann lét alla heyra það,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson. „Ég skil hann vel. Hann er við öll í þessu dæmi,“ bætti Halldór við. Hægt er að hlusta á Besta sætið í heild á tal.is eða í öðrum hlaðvarpsveitum, eða í spilaranum hér ofar í greininni.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Besta sætið Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Fleiri fréttir Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Sjá meira