Sport

Keflavík mætir Madeira

Karlalið Keflavíkur mætir franska liðinu Madeira í Evrópubikarkeppni karla í körfubolta í Reykjanesbæ klukkan 19.15 í kvöld. Liðin voru einnig saman í riðli á síðasta tímabili og vann Keflavík heimaleikinn 99-88. Keflavík tapaði svo útileiknum með einu stigi, 108-107, í miklum spennuleik. Lið CAB Madeira mætir með gjörbreytt til Íslands því innanborðs eru átta nýir leikmenn. Leiknum verða gerð ítarleg skil í Olíssporti á Sýn í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×