Sport

Newcastle - Chelsea á Sýn

16-liða úrslitum enska deildarbikarsin lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Stórleikur umferðarinnar er viðureign Newcastle og Chelsea og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19.45. Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Chelsea fyrir leikinn. Þá verður sýnd upptaka frá leik Juventus og Fiorentina í ítölsku A-deildinni klukkan 21.40. Níu leikir fara fram í deildinni í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×