KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2025 12:07 Dómarar leiksins, frá Lettlandi, Tyrklandi og Noregi, hafa ekki fengið hlýjar kveðjur frá Íslandi eftir að hafa hreinlega tekið yfir leikinn undir lokin. Vísir/Hulda Margrét Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent formlega kvörtun til Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA, vegna dómgæslu í leik karlalandsliðsins við Pólland á EM í gær. Mönnum var heitt í hamsi eftir leik gærkvöldsins og sjaldan hefur rólyndismaðurinn Craig Pedersen sést eins æstur og hann var eftir leik. Ísland hafði unnið sig inn í leikinn eftir að hafa verið 16 stigum undir og komust yfir á kafla í fjórða leikhluta. Eftir það tók við dómarakonsert og síðustu mínútur leiksins fóru fram á vítalínunni, þar sem Pólverjar gerðu út um leikinn. Þrjár stórar ákvarðanir réðu úrslitum leiksins, allar umdeildar. Todd Warnick, alþjóðadómari til margra ára á vegum FIBA og dómaraþjálfari, segir allar þrjár hreinlega rangar. Í umfjöllun RÚV sögðu sérfræðingarnir og körfuboltaþjálfararnir Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson hafa verið svindlað á íslenska liðinu og að kollegar erlendis frá hefðu sent þeim skeyti, spyrjandi hvers kyns skandall hefði átt sér stað í Katowice. KKÍ hefur nú brugðist við með því að senda formlega kvörtun til FIBA og evrópska sambandsins FIBA Europe. Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari Íslands, sagði líklegt að KKÍ myndi senda kvörtun til hærra stjórnstigs vegna málsins. Í kjölfarið staðfestu Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, og Hörður Unnsteinsson, afreksstjóri sambandsins, í samtali við Vísi, að kvörtun yrði send til FIBA. Ólíklegt er að kvörtunin skili miklu enda leikurinn búinn og gerður. Formsins vegna kemur KKÍ hins vegar kvörtuninni áleiðis vegna vinnubragða dómaranna þriggja á leik gærkvöldsins. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Sjá meira
Mönnum var heitt í hamsi eftir leik gærkvöldsins og sjaldan hefur rólyndismaðurinn Craig Pedersen sést eins æstur og hann var eftir leik. Ísland hafði unnið sig inn í leikinn eftir að hafa verið 16 stigum undir og komust yfir á kafla í fjórða leikhluta. Eftir það tók við dómarakonsert og síðustu mínútur leiksins fóru fram á vítalínunni, þar sem Pólverjar gerðu út um leikinn. Þrjár stórar ákvarðanir réðu úrslitum leiksins, allar umdeildar. Todd Warnick, alþjóðadómari til margra ára á vegum FIBA og dómaraþjálfari, segir allar þrjár hreinlega rangar. Í umfjöllun RÚV sögðu sérfræðingarnir og körfuboltaþjálfararnir Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson hafa verið svindlað á íslenska liðinu og að kollegar erlendis frá hefðu sent þeim skeyti, spyrjandi hvers kyns skandall hefði átt sér stað í Katowice. KKÍ hefur nú brugðist við með því að senda formlega kvörtun til FIBA og evrópska sambandsins FIBA Europe. Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari Íslands, sagði líklegt að KKÍ myndi senda kvörtun til hærra stjórnstigs vegna málsins. Í kjölfarið staðfestu Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, og Hörður Unnsteinsson, afreksstjóri sambandsins, í samtali við Vísi, að kvörtun yrði send til FIBA. Ólíklegt er að kvörtunin skili miklu enda leikurinn búinn og gerður. Formsins vegna kemur KKÍ hins vegar kvörtuninni áleiðis vegna vinnubragða dómaranna þriggja á leik gærkvöldsins.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Sjá meira