Fleiri fréttir

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi

Helena Ólafsdóttir, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Norðmönnum í umspili um sæti í lokakeppni EM.  Liðin mætast í Egilshöll kl. 17:00 á morgun. Leikurinn verður sýndur beint á þremur sjónvarpsstöðum um gjörvalla Evrópu.

Rooney tilnefndur

Í dag var það tilkynnt hvaða leikmenn eru tilnefndir til verðlauna knattspyrnumanns ársins í Evrópu fyrir árið 2004 en tímaritið France Football hefur staðið fyrir þessum verðlaunum svo árum skiptir. 50 leikmenn eru á listanum og kemur fátt á óvart í ár nema hvað frábrugðið fyrri árum eiga Evrópumeistarar Grikkja sex leikmenn á honum.

11 marka sigur Stjörnustúlkna

Tveir leikir fóru fram í 1. deild kvenna í handbolta í kvöld. Stjarnan lagði FH 38-27 og ÍBV lagði Fram á útivelli, 24-34. ÍBV er í 2. sæti eftir 9 leiki með 14 stig eða tveimur stigum á eftir toppliði Hauka sem á leik til góða. Stjarnan fylgir í humátt á eftir með 13 stig.

Keflavík með 2 stiga forystu

Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Topplið Keflavíkur fór létt með botnlið KR, 81-56. Keflavík er á toppnum með 10 stig eftir fimm umferðir en ÍS í 2. sæti með 8 stig.

Watford valtaði yfir Southampton

Watford komst í kvöld í 8 liða úrslit ensku deildarbikarkeppninnar í knattspyrnu með stórsigri á úrvalsdeildarliði Southampton, 5-2. Heiðar Helguson skoraði eitt af mörkum Watford en bæði hann og Brynjar Björn Gunnarsson léku allan leikinn með Watford. Varalið Arsenal sigraði Everton 3-1 og Tottenham fór létt með Burnley 3-0.

Emil til Tottenham

Knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson hjá FH er á leiðinni til enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur. Formlegt boð frá félaginu kom í morgun. Emil verður í 4-5 til daga til reynslu hjá Tottenham en að sögn Péturs Stephensens, framkvæmdastjóra FH, er áhugi enska félagsins mikill.

Með tilboð frá Leeds og Cardiff

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Einarsson er með tvö tilboð upp á vasann frá ensku 1. deildarliðunum Leeds United og Cardiff City. Gylfi fór til reynslu hjá liðunum og báðum leist vel á.

Goosen skaust fram úr

Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen vann síðasta golfmót ársins í bandarísku mótaröðinni. Goosen lék lokahringinn á 64 höggum og var samtals á 269 höggum eða ellefu undir pari. Tiger Woods og Jay Haas voru efstir fyrir lokahringinn en léku illa í gærkvöldi.

Handknattleiksdeild Fram sagði upp

Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur sagt upp störfum eins og hún leggur sig. Afsögn stjórnarmanna er vegna ágreinings við aðalstjórn félagsins. Aðalstjórn tók málið fyrir á fimmtudag og tók við afsögn stjórnarinnar.

Birgir Leifur komst í gegn

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, tryggði sér um helgina þátttökurétt á lokastigi úrtökumóts fyrir evrópsku mótaröðina. Birgir Leifur varð í 11. sæti. Mótið hefst á fimmtudag þar sem leiknir verða sex hringir. 170 kylfingar berjast um 35 sæti í evrópsku mótaröðinni.

Real komið í annað sæti

Real Madrid komst í annað sætið í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir góðan 2-0 útisigur á Malaga í gærkvöld. Luis Figo og Michael Owen skoruðu mörkin. Real Madrid er sjö stigum á eftir Barcelona sem er í efsta sæti með 26 stig.

Jafntefli hjá Milan og Roma

AC Milan og Roma skildu jöfn 1-1 í ítölsku fyrstu deildinni í gærkvöld. Andrei Shevchenko kom Milan yfir en Vincenzo Montella jafnaði metin. Milan er í öðru sæti með 21 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Juventus sem tapaði fyrsta leik sínum gegn Reggina á laugardag. Roma er í níunda sæti með 13 stig.

Djurgarden sænskur bikarmeistari

Djurgarden varð í gær sænskur bikarmeistari í knattspyrnu þegar liðið vann IFK Gautaborg 3-1 í úrslitaleik. Hjálmar Jónsson lék allan leikinn með Gautaborg. Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi Djurgarden.

Lakers vann Atlanta

Þrír leikir voru í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöld. Los Angeles Lakers bar sigurorð af Atlanta Hawks 106-90. Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers. Seattle lagði San Antonio Spurs að velli 113-94 og loks vann Toronto Portland 101-97.

McCall farinn frá ÍR

Lið ÍR er í Intersport-deildinni í körfuknattleik karla, hefur tekið þá ákvörðun að Herbert McCall verði leystur frá störfum.

Birgir Leifur á góðu skriði

"Mér gekk mjög vel á síðasta hringnum um helgina og ef ég held áfram að spila þannig á ég að geta komist alla leið," segir Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, en hann tryggði sér um helgina þátttökurétt á lokastigi úrtökumótanna fyrir evrópsku mótaröðina í golfi en það mót hefst á fimmtudaginn kemur.

Misskiptar tekjur í enska boltanum

Stóru liðin í ensku knattspyrnunni, Liverpool, Newcastle, Chelsea, Arsenal og Manchester United, fá samanlagt um 48 prósent allra tekna í ensku úrvalsdeildinni og sýnir könnun meðal þarlendra knattspyrnuáhugamanna að mikill meirihluti þeirra hefur gefið upp alla von um að önnur lið geti nokkurn tíma unnið titil vegna þessa.

Tyrkland bætist við Formúluna

Dagatalið fyrir næsta ár í Formúlu 1 kappakstrinum er því sem næst tilbúið en keppt verður á einni braut í Tyrklandi til viðbótar við þær brautir sem keppt var á í ár.

Tryggvi hugsar sér til hreyfings

"Það er alveg á tæru að ef þessi þjálfari verður áfram með liðið mun ég íhuga alvarlega að komast eitthvert annað," segir Tryggvi Guðmundsson, knattspyrnumaður með Örgryte í sænsku deildinni. Tryggvi var hetja liðs síns um helgina þegar hann skoraði sigurmark Örgryte á ögurstundu gegn Assyriska og tryggði þannig liðinu áframhaldandi setu í efstu deild í Svíþjóð.

Guðmundur Norðurlandameistari

Guðmundur Stephensen varð í morgun tvöfaldur Norðurlandameistari í borðtennis. Guðmundur gerði sér lítið fyrir og sigraði Eistann Alexander Smirnoff í úrslitum í einliðaleik 4-1 og þar með varð hann fyrsti Norðurlandameistari Íslendinga í borðtennis.

Woods og Haas efstir

Tiger Woods og Jay Haas eru efstir fyrir lokahringinn á Meistaramóti PGA-mótaraðarinnar í golfi í Atlanta í Georgíu þar sem 30 tekjuhæstu kylfingarnir taka þátt í lokamóti ársins. Woods lék þriðja hringinn á 65 höggum en hann og Haas eru samtals á níu höggum undir pari.

Íslandsmótið í Galaxy-fitness

Íslandsmótið í Galaxy-fitness hefst í dag með forkeppni í Laugardalshöll klukkan 15. Ellefu konur og fjórtán karlar mæta til leiks og verður keppt í ýmsum þrautum. Átta efstu í karla- og kvennaflokki eftir forkeppnina komast í úrslitin sem verða í Laugardalshöll nk. laugardagskvöld.</font />

Haukar taka á móti ÍBV

Einn leikur er í 1. deild kvenna í handbolta í dag þegar Haukar taka á móti Íslandsmeisturum ÍBV. Leikurinn hefst klukkan 16.30 að Ásvöllum.

Kenýskur sigur í Aþenu

Kenýumenn sópuðu til sín öllum verðlaununum á Aþenu maraþoninu sem fram fór í 22. annað skiptið í morgun. Frederick Cherono leiddi sveit ellefu Kenýumanna sem luku keppni á 2:15,28 klukkustundum en landar hans Barnabas Ruto og Christopher Kosgei lentu í öðru og þriðja sæti, á 2:17,09 og 2:17,29.

Sigurganga Barcelona heldur áfram

Barcelona hélt áfram sigurgöngu sinni í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Barcelona sigraði Deportivo 2-1 en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn. Xavi og Samuel Etoo skoruðu mörk Börsunga sem hafa níu stiga forskot í deildinni.

Sörenstram vann Mizuno Classic

Hin sænska Annika Sörenstram heldur áfram að gera það gott í golfheiminum. Í nótt vann hún Mizuno Classic mótið i Japan í fjórða skiptið röð og náði þar með jafna met Lauru Davies hvað flesta sigra á PGA-mótaröð kvenna í röð varðar. Sörenstram lék lokahringinn einkar vel, á 65 höggum eða sjö undir pari, og tryggði sér þar með sigurinn

Fyrsti sigur Bobcats

Nýliðar Charlotte Bobcats unnu sinn fyrsta sigur í NBA-deildinni í nótt með því leggja Orlando Magic á heimavelli, 111-100. Slóveninn Primoz Brezec, sem er orðinn ein helsta stjarna Bobcats, skoraði 20 stig og tók 10 fráköst og leiddi lið sitt til þessa sögulega sigurs. Cuttino Mobley var stigahæstur í liði Magic með 23 stig.

Fyrsta tap Juventus

Á Ítalíu urðu óvænt úrslit í gær þegar Reggina sigraði topplið Juventus 2-1. Zlatan Ibrahimovic skoraði mark Juventus en Giuseppe Colucci og Marco Zamboni mörk Reggina. Þetta var fyrsta tap Juventus á leiktíðinni. Þá bar Brescia sigurorð af Chievo 1-0.

Lokeren tapaði fyrir Sint Truiden

Íslendingaliðið Lokeren tapaði fyrir Sint Truiden 2-0 í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Arnar Grétarsson og Arnar Þór Viðarsson voru í liði Lokeren en Marel Jóhann Baldvinsson lék síðasta hálftímann. Lokeren er í 7. sæti deildarinnar með átján stig eftir tólf leiki.

Mutu boðin þjálfarastaða

Framherjanum Adrian Mutu, sem nýlega var settur í sjö mánaða keppnisbann og rekinn frá liði sínu Chelsea fyrir að falla á lyfjaprófi, hefur verið boðið að vera aðstoðarþjálfari rúmenska landsliðsins. Þetta er haft eftir þjálfara rúmenska landsliðsins, Angel Iordanescu, í breska götublaðinu <em>News of the World</em>  í dag.

Klinsmann kennt um mistök Kahn

Forráðamenn Bayern Munchen kenna nýráðnum landslisþjálfara Þjóðverja, Jurgen Klinsmann, um mistökin sem Oliver Kahn, markvörður Munchen, gerði í Meistaradeildarleik gegn Juventus í síðustu viku.

Jafnt hjá Boro og Bolton

Middlesbrough og Bolton gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Daninn magnaði Henrik Pedersen kom Bolton yfir á 72. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var sjöunda mark kappans á tímabilinu. Jussi Jaskelainen, markvörður Bolton, var svo rekinn af velli á 86. mínútu og George Boateng jafnaði metin í uppbótartíma.

Tryggvi bjargvættur Örgryte

Tryggvi Guðmundsson var bjargvættur Örgryte í leik liðsins í umspili um sæti í sænsku úrvalsdeildinni, Allsvenskan. Örgryte mætti Assyriska í síðari leik liðanna í dag en Assyriska, sem lék í 1. deild á nýliðnu tímabili, vann fyrri leikinn 2-1.

Ólafur Örn bikarmeistari

Landsliðsmaðurinn Ólafur Örn Bjarnason varð í dag norskur bikarmeistari með liði sínu Brann. Brann rótburstaði Lyn 4-1 þar sem framherjinn Bengt Sæternes fór á kostum og skoraði þrennu. Úrslit leiksins voru í raun ráðin eftir hálftíma leik en þá var staðan 4-1 fyrir Brann en þeir síðarnefndu skoruðu þrjú af þessum fóru mörkum á fyrstu 13 mínútunum.

Haukar töpuðu stórt

Haukar biðu stóran ósigur þegar þeir sóttu þýska stórliðið Kiel heim í Meistaradeildinni í handbolta í dag. Lokatölur urðu 39-23 eftir að staðan í háfleik hafði verið 21-9 heimamönnum í vil en þeir voru dyggilega studdir áfram af 5000 áhorfendum. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson voru markahæstir í liði Hauka með fimm mörk.

Markalaust á Old Trafford

Markalaust er í grannaslag Manchester United og Manchester City í hálfleik. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og voru heimamenn í United sérstaklega aðgangsharðir upp við mark gestanna og töldu sig tvisvar sinnum eiga að fá vítaspyrnu.

Fulham burstaði Newcastle

Mjög óvænt úrslit litu dagsins ljós á St. James Park, heimavelli Newcastle, í dag þegar Fulham kom í heimsókn. Gestirnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu heimamenn með yfirburðu, 4-1, eftir að hafa komist fjórum mörkum yfir. Collins John, Steed Malbranque (2) og Luis Boa Morte skoruðu fyrir Fulham en Craig Bellamy minnkaði muninn fyrir heimamenn.

Logi með sjö fyrir Lemgo

Logi Geirsson var markahæstur í liði TBV Lemgo sem vann Sandefjord frá Noregi örugglega í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta í dag. Logi skoraði sjö mörk í 38-29 sigri Lemgo en Þjóðverjarnir leiddu með þremur mörkum í leikhléi.

Knattspyrnumaður skotinn til bana

Brasilíumenn eru harmi slegnir eftir að knattspyrnumaðurinn Claudinei Resende var skotinn til bana á næturklúbbi í heimaborg sinni Belo Horizonte á föstudaginn var.

Timberwolves að slípa sig saman

Þrátt fyrir að menn séu orðnir heilir í herbúðum Minnesota Timberwolves, þá á liðið enn töluvert í land með að ná saman á nýjan leik.

Fyrsti titill Ólafs Arnar

Ólafur Örn Bjarnason og félagar hans í Brann tryggðu sér í gær norska bikarmeistaratitilinn í fótbolta þegar liðið bar sigurorð af Lyn, 4-1, í úrslitaleik á Ulleval-leikvanginum í Osló.

Lést í leik

Sergei Zholtok, leikmaður Nashville Predators í NHL-deildinni, lést á miðvikudagskvöldið en óreglulegur hjartsláttur hafði hrjáð kappann síðustu árin.

Lið Hildar tapaði gegn Luleå

Hildur Sigurðardóttir og félagar hennar í Jämtland Basket máttu sætta sig við 23 stiga tap, 65-88, á heimavelli gegn Luleå Basket í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta á laugardaginn.

Dynamo tapaði sínum fyrsta leik

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Dynamo St. Pétursborg töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar þeir lágu, 76-86, fyrir Unics Kazan á útivelli.

Sjá næstu 50 fréttir