„Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2025 12:47 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, fór yfir málin eftir að sambandið lagði fram kvörtun til FIBA vegna dómgæslunnar á EM. vísir/Hulda Margrét Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir það hafa verið nauðsynlegt skref að leggja fram formlega kvörtun til FIBA vegna mistaka dómaranna á lokakaflanum í tapi Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. Úrslitin breytist ekki en Ísland geti ekki látið valta svona yfir sig án þess að láta í sér heyra. Hannes hefur átt fjölmörg samtöl við kollega og aðra víða um Evrópu eftir tapið í gær, þar sem ákvarðanir dómaranna á lokamínútunum sviptu íslenska liðið möguleika á fræknum sigri gegn heimamönnum. „Mér finnst óheiðarlegt hvernig þessar síðustu mínútur fóru. Ég get ekki sagt til um hvað fór í gegnum hausinn á dómurunum annað en að það hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga,“ sagði Hannes við Sýn í dag en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Hannes um hneykslið í Póllandi Eins og fyrr segir hefur KKÍ nú lagt fram formlega kvörtun vegna dómaranna en Hannes segir alveg ljóst að úrslit leiksins muni standa, sama hvað annað gerist. „Þetta er bara formleg kvörtun til FIBA varðandi síðustu mínútur leiksins í gær. Hegðun dómaranna og öll þessi mistök sem voru gerð og við sjáum. Óska eftir því að vita hvernig FIBA er að fara að vinna málið áfram í framhaldinu og hvað verður gert. Núna er það komið af stað. Við vitum ekki mikið meira hvað verður,“ sagði Hannes. „Við erum búin að eiga símtöl og samtöl við alls konar fólk um alla Evrópu frá því í gærkvöldi og ég held að það séu nánast allir á sama máli og við. Ég held að meira að segja Pólverjarnir séu sammála okkur. Það sjá allir að það var eitthvað ofboðslega skrýtið sem átti sér stað þessar síðustu mínútur,“ sagði framkvæmdastjórinn. Hannes segir menn þó ekki vongóða um að kvörtunin skili einhverju. „Nei. Það er stutta svarið. En mér finnst mikilvægt að það komi kvörtun og að það heyrist í okkur. Að við séum ekki að láta valta yfir okkur með þessu.“ Ísland hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum á EM og á eftir tvo risaleiki við Slóveníu og Frakkland. Hannes hvetur fólk til að fara núna að huga að þeim leikjum: „Við erum búin að gera það sem við getum gert og getum farið að hugsa um eitthvað annað. Núna er næsta skref fyrir okkur, liðið og áhangendur okkar hérna úti að hugsa um eitthvað annað. Þetta er hundfúlt en þetta er búið og við breytum þessu ekki. Það er alveg á hreinu. Úrslitin breytast ekki í þessu. Núna er að leggja þetta til hliðar og huga að næsta leik.“ EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. 1. september 2025 09:24 Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
Hannes hefur átt fjölmörg samtöl við kollega og aðra víða um Evrópu eftir tapið í gær, þar sem ákvarðanir dómaranna á lokamínútunum sviptu íslenska liðið möguleika á fræknum sigri gegn heimamönnum. „Mér finnst óheiðarlegt hvernig þessar síðustu mínútur fóru. Ég get ekki sagt til um hvað fór í gegnum hausinn á dómurunum annað en að það hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga,“ sagði Hannes við Sýn í dag en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Hannes um hneykslið í Póllandi Eins og fyrr segir hefur KKÍ nú lagt fram formlega kvörtun vegna dómaranna en Hannes segir alveg ljóst að úrslit leiksins muni standa, sama hvað annað gerist. „Þetta er bara formleg kvörtun til FIBA varðandi síðustu mínútur leiksins í gær. Hegðun dómaranna og öll þessi mistök sem voru gerð og við sjáum. Óska eftir því að vita hvernig FIBA er að fara að vinna málið áfram í framhaldinu og hvað verður gert. Núna er það komið af stað. Við vitum ekki mikið meira hvað verður,“ sagði Hannes. „Við erum búin að eiga símtöl og samtöl við alls konar fólk um alla Evrópu frá því í gærkvöldi og ég held að það séu nánast allir á sama máli og við. Ég held að meira að segja Pólverjarnir séu sammála okkur. Það sjá allir að það var eitthvað ofboðslega skrýtið sem átti sér stað þessar síðustu mínútur,“ sagði framkvæmdastjórinn. Hannes segir menn þó ekki vongóða um að kvörtunin skili einhverju. „Nei. Það er stutta svarið. En mér finnst mikilvægt að það komi kvörtun og að það heyrist í okkur. Að við séum ekki að láta valta yfir okkur með þessu.“ Ísland hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum á EM og á eftir tvo risaleiki við Slóveníu og Frakkland. Hannes hvetur fólk til að fara núna að huga að þeim leikjum: „Við erum búin að gera það sem við getum gert og getum farið að hugsa um eitthvað annað. Núna er næsta skref fyrir okkur, liðið og áhangendur okkar hérna úti að hugsa um eitthvað annað. Þetta er hundfúlt en þetta er búið og við breytum þessu ekki. Það er alveg á hreinu. Úrslitin breytast ekki í þessu. Núna er að leggja þetta til hliðar og huga að næsta leik.“
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. 1. september 2025 09:24 Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. 1. september 2025 09:24
Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15