Sport

Vilja miðana endurgreidda

Stuðnigsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Southampton eru vægast sagt í sárum þessa dagana eftir niðurlægjandi tap í 16 liða úrslitum deildarbikarsins gegn Championship liði Watford 5-2 á þriðjudagskvöld. Stuðningsmenn eru sumir hverjir það súrir í bragði að þeir hafa farið þess skriflega á leit við félagið að fá 2.400 af seldum miðum endurgreidda. Stuðningsmannahópurinn "SaintsAway" hefur beðið félagið um að fara þess á leit við þá leikmenn sem tóku þátt í leiknum að sýna góðvilja og hósta upp 30.000 sterlingspundum fyrir miðunum. Varamarkvörður Þriðji varamarkvörður Southampton, Alan Blayney er þó undanskilinn beiðninni. Tveir aðrir stuðingsmannahópar félagsins hafa sýnt frumkvæði "SaintsAway" sinn stuðning en talsmaður "SaintsAway" segir í viðtali við Southern Daily Echo í dag að tapið gegn Watford hafi verið til skammar. Ekki er um að ræða neinar hótanir um málssókn eða slíkt heldur eru stuðningsmenn aðeins að fara fram á velvild leikmanna til að sýna höfðinglega framkomu. Heiðar Helguson skoraði eitt marka Watford í leiknum en hann og Brynjar Björn Gunnarsson léku allan leikinn. Steve Wigley knatspyrnustjóri Southampton berst nú fyrir lífi sínu stjórastólnum en liðið hefur ekki innbyrt sigur í síðustu 10 leikjum. Talið er nánast öruggt að nágrannaleikurinnn gegn Portsmouth á laugardaginn muni ráða úr um framtíð hans sem stjóri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×