Sport

Keflavík vann Madeira

Keflvíkingar unnu í kvöld portúgalska liðið Madeira í borgarkeppni Evrópu í körfuknattleik með 114 stigum gegn 101. Staðan í leikhléi var 66-48 Keflvíkingum í vil en Portúgalirnir komu sterkir til leiks í síðari hálfleik náðu að minnka muninn í tvö stig í fjórða leikhluta. Magnús Gunnarsson var stigahæstu í liði Keflvíkinga með 24 stig. Nick Bradford var þó að öðrum ólöstuðum bestur í liði Keflvíkinga en hann skoraði 23 stig, tók 13 fráköst, átti sex stoðsendingar og stal knettinum fjórum sinnum. Gunnar Einarsson skoraði 22 stig en aðeins tvö stig komu frá honum í síðari hálfleik. Anthony Glover var einnig drjúgur, skoraðir 20 stig og tók 12 fráköst. Bobby Joe Hatton var atkvæðamestur í liði Madeira með 30 stig. Keflvíkingar hafa þar með unnið báða leiki sína í borgarkeppni Evrópu og eru efstir í A riðli með fjögur stig. Keflvíkingar mæta danska liðinu Bakken Bears í næstu umferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×