Sport

Boston vann á flautukörfu

Paul Pierce tryggði Boston Celtics sigur með flautukörfu þegar liðið sigraði Portland 90-88 í NBA-körfuboltanum í nótt. Philadelphia sigraði New Jersey Nets 108-100. LeBron James skoraði 38 stig fyrir Cleveland sem sigraði Phoenix í framlengdum leik 114-109. Tim Duncan skoraði 23 stig, hirti 18 fráköst og varði fimm skot þegar San Antonio Spurs burstuðu Golden State Warriors 91-71.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×