Sport

Enski deildabikarinn í kvöld

16-liða úrslitin í enska deildabikarnum í knattspyrnu hefjast í kvöld með fjórum leikjum. Arsenal mætir Everton, Cardiff tekur á móti Portsmouth og Watford á móti Southampton. Þá mætast Burnley og Tottenham og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19.45. Burnley sló út Aston Villa í síðustu umferð og eru til alls líklegir gegn Tottenham en þetta verður fyrsti leikurinn sem sem Martin Jol stjórnar hjá liðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×