Sport

Noregur burstaði Ísland

Nú fyrir stundu lauk landsleik Íslands og Noregs í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumóts kvennalandsliða árið 2005. Skemmst er frá því að íslensku stúlkurnar biðu stóran ósigur, 2-7, gegn sterku liði Norðmanna. Íslenska liðið sá í raun aldrei til sólar og voru þær norsku komnar með sex marka forystu áður en Ísland náði að minnka muninn. Staðan í leikhléi var 4-0 gestunum í vil. Fyrra mark Íslendinga var afar klaufalegt sjálfsmark Norðmanna en hið síðara skoraði Margrét Lára Viðarsdóttir. Þær norsku áttu þó síðasta orðið er Erla Hendriksdóttir, fyrirliði, varð fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið mark á 88. mínútu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×