Sport

Ámundi hættir hjá Fylki

Ámundi Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, mun láta af störfum hjá deildinni á félagsfundi á þriðjudag í næstu viku. Hann hefur verið formaður deildarinnar undanfarin tvö ár og verið í stjórnunarstörfum hjá knattspyrnudeildinni  í samtals 12 ár. Ámundi sagði við íþróttadeildina í dag að allir hefðu sinn vitjunartíma og best væri að hætta þegar menn væru orðnir þreyttir á vinnunni. Öllum væri hollt að taka sér frí en hann útilokaði ekki að koma aftur inn í starfið eftir 2-3 ár. Aðspurður sagði Ámundi að þetta væri ekkert tengt væringum í leikmannamálum hjá Fylki. Þórhallur Dan Jóhannsson yfirgaf félagið með töluverðum látum á dögunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×