Sport

Keflavík og Snæfell mætast

Í dag var dregið í bikarkeppni karla og kvenna í körfuknattleik. Það var dregið í 32-liða úrslitum hjá körlunum og 16-liða úrslitum hjá konunum. Stórleikur umferðarinnar er án efa viðureign Keflavíkur og Snæfells í karlaflokki en þessi lið léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðastliðið vor. Aðrir athyglisverðir leikir er rimma úrvalsdeildarliðanna Skallagríms og ÍR og KR og Hamars/Selfoss. Leikirnir fara fram helgina 27.-28. nóvember. Í kvennaflokki var dregið í 16-liða úrslit. Þar mætast meðal annars. Njarðvík og KR og a og b lið Keflavíkur. Leikirnir fara fram 11. og 12.desember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×