Sport

Rangers vann Celtic

Glasgow Rangers vann granna sína í Celtic í kvöld á heimavelli í skoska deildarbikarnum. Dramatíkin var mikil eins og alltaf þegar þessi lið eigast við en gestirnir í Celtic leiddu með marki frá John Hartson á 66. mínútu allt þar til fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá jafnaði  Dado Prso og Shota Arveladze tryggði svo sigurinn í framlengingu. Í hinum leik kvöldsins í skoska deildarbikarnum vann lið Hearts Dunfermline örugglega á útivelli með þremur mörkum gegn einu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×