Sport

Birgir Leifur í 61.-84. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG er í 61.-84. sæti eftir fyrsta hring á lokastigi úrtökumótanna fyrir evrópsku mótaröðina í golfi af þeim 168 keppendum sem hófu leik. Leikið er á San Roque golfvöllunum á Spáni. Birgir Leifur lék hringinn í dag á 75 höggum og er á þremur yfir pari en leiknir eru 2 hringir á hvorum velli áður en skorið verður niður að loknum 4 hringjum. 35 efstu keppendurnir af þeim 168 kylfingum sem hófu keppni, komast inn á evrópsku mótaröðina. Mjótt er á munum keppenda og ljóst að Birgir Leifur á góða möguleika. Nú munar 6 höggum á honum og efstu mönnum sem koma frá Wales, Frakklandi og Englandi en mikill vindur og erfiðar aðstæður voru á golfvellinum í dag. Birgir Leifur leikur á morgun á nýja vellinum í San Roque og á rástíma klukkan 10:00 að staðartíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×