Sport

Meistararnir úr leik

Neil Mellor tryggði Liverpool sigur gegn Middlesbrough í ensku deildarbikarnum í kvöld og sló þar með meistarana út. Mellor skoraði bæði mörk Liverpool í 2-0 sigri liðsins á heimavelli og komu mörkin undir lokin, á 83. og 89. mínútu. Manchester United unnu öruggan 2-0 sigur á Crystal Palace á heimavelli. Louis Saha og Kieron Richardson skoruðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×