Sport

Mikilvægasti leikur landsliðsins

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Noregi í Egilshöll í dag klukkan 17 í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumóts kvenna. Þetta er líklega mikilvægasti kvennalandsleikur í knattspyrnu frá upphafi en Ísland hefur einu sinni áður leikið í umspili um sæti á EM. Það var fyrir tíu árum gegn Englandi. Helena Ólafsdóttir, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands. Þóra B. Helgadóttir er í markinu, Íris Andrésdóttir og Ásta Árnadóttir eru bakverðir, Erla Hendriksdóttir og Guðlaug Jónsdóttir miðverðir, á köntunum eru Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir, Edda Garðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir á miðjunni og fremst er Olga Færseth. Aðeins fyrir aftan hana leikur Laufey Ólafsdóttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×