Fleiri fréttir

Englendingar með þrjá frammi

Sven Göran Eriksson, landsliðeinvaldur Englendinga, blæs til sóknar gegn Wales í baráttunni um Bretlandseyjar sem fram fer á Old Trafford í Manchester í dag. Þar sem Steven Gerrard og Wayne Bridge eru báðir fjarri góðu gamni hefur Eriksson ákveðið að spila með þá Micheal Owen og Jermaine Defoe fremsta, en Wayne Rooney leikur aðeins fyrir aftan þá.

Sharapova vann opna japanska

Hin 17 ára rússneska tennisstjarna Maria Sharapova vann um helgina opna japanska meistaramótið í annað skiptið í röð. Sharapova, sem fyrr á árinu vann Wimbledon-mótið, sigraði hina bandarísku Mashona Washington örugglega í úrslitum, 6-0 og 6-1.  Hætta varð keppni í karlaflokki vegna leka í Ariake-höllinni og ráðast úrslitin á sunnudag.

Englendingar yfir í hálfleik

Englendingar hafa yfir gegn Wales í  hálfleik en leikurinn fer fram á Old Trafford í Manchester. Frank Lampard, leikmaður Chelsea, skoraði eina mark leiksins strax á 4. mínútu er hann átti skot sem fór af varnarmanni Wales og í netið. Í öðru leikjum sem hafnir eru hafa Finnar yfir gegn Armenum, 2-1, en markalaust er hjá Skotum og Norðmönnum.

Tímatökunni frestað

Tímatöku fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Japan, sem fram átti að fara í morgun, var frestað vegna yfirvofandi komu fellibylsins Ma-on, sem herjar nú á austurströnd Japans og hefur þegar valdið töfum á opna japanska meistaramótinu í tennis. Góðu fréttirnar eru þær að Ma-on hefur tekið stefnuna frá Suzuka-brautinni og stefnir þar í stað að Tokyo.

Ísland-Malta ekki í beinni

Leikur Íslands og Möltu verður ekki í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn eins og menn þar á bæ höfðu ráðgert. Leikurinn hefst 16.15 að íslenskum tíma en sökum vandræða með gervihnattasamband verður leikurinn ekki sýndur fyrr en 17.30 á Sýn. Leikurinn verður hins vegar uppfærður reglulega á Vísi og geta þannig áhugasamir fylgst með.

Byrjunarlið Íslands gegn Möltu

Landsliðsþjálfararnir Logi Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson hafa valið byrjunarlið Íslands sem mætir Möltu á Ta´Qali leikvanginum í dag (3-5-2): Í markinu er Árni Gautur, vörnina skipa þeir Kristján Örn, Hermann og Ólafur Örn. Indriði og Þórður verða á köntunum, Arnar Þór, Brynjar Björn og Gylfi á miðjunni og loks Eiður Smári og Heiðar frammi

Howell leiðir á Dunhill

Englendingurinn David Howell er í forystu á Dunhill mótinu í evrópsku mótaröðinni sem fram fram á St.Andrews í Skotlandi. Howell er einu höggi á undan landa sínum Luke Donald eftir að hafa farið hringina tvo sem búnir eru á 65 höggum hvorn. Vijay Singh og Ernie Els, sem eru í 2. og 3. sæti heimlistans, eru sex höggum á eftir Howell.

Öruggur sigur Englendinga

Englendingar unnu í dag sannfærandi sigur á nágrönnum sínum í Wales með tveimur mörkum gegn engu en leikið var á Old Trafford í Manchester. Frank Lampard kom Englendingum yfir á snemma leiks og fyrirliðinn David Beckham tryggði sigurinn með stórbrotnu marki korteri fyrir leikslok.

Skotar töpuðu gegn Norðmönnum

Skotar biðu í dag ósigur gegn Norðmönnum á heimavelli sínum, Hampden Park í Glasgow, í fimmta undanriðli heimsmeistarmótsins í knattspyrnu. Steffen Iversen skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 55. mínútu. Finnar unnu á meðan sannfærandi sigur á Armenum, 3-1.

Möltumenn með skot í slá

Þegar stundarfjórðungur er liðinn af leik Möltu og Íslands er staðan 0-0. Íslendingar stjórna leiknum algjörlega en engu að síður eru það heimamenn sem hafa átt besta færi leiksins, skot í slá eftir hornspyrnu. Íslendingar hafa átt tvö góð færi, fyrst Indriði Sigurðsson og svo Gylfi Einarsson, sem skallað rétt yfir mark Möltu.

Stórsókn Íslendinga

Þegar hálftími er liðinn af leik Möltu og Íslendinga er staðan enn 0-0 en leikurinn fer nánast fram á vallarhelmingi Maltverja, svo mikil er sókn Íslendinga. Gylfi Einarsson fékk sannkallað dauðafæri á 18. mínútu er hann var einn á markteig en skaut beint á markmann Möltu. Besta færi leiksins hingað til fengu þó heimamenn er vörn Íslands opnaðist illa.

Svíar burstuðu Ungverja

Svíar tóku á móti Ungverjum í dag og unnu auðveldan 3-0 sigur. Fredrik Ljungberg kom Svíum yfir um miðjan fyrri hálfleik og markamaskínan Henrik Larsson og Anders Svensson bættu sitt hvoru markinu við í síðari hálfleik. Svíar leiða þar með 8. riðil með sex stig en Króatar, sem mæta Búlgörum á heimavelli í kvöld, eru einnig með sex stig.

Markalaust í hálfeik á Möltu

Markalaust er í hálfleik í leik Íslendinga og Maltverja í 8. riðli undankeppni HM 2006. Íslendingar hafa verið mun meira með boltann en erfiðlega gengið að skapa sér færi, en tvö bestu færi fyrri háfleiks féllu heimönnum í skaut. Gylfi Einarsson fékk besta færi Íslendinga á 18. mínútu er hann skaut beint á markvörð Möltu af markteig.

Eiður Smári með skot í slá

Þegar 65. mínútur eru liðnar af leik Maltverja og Íslendinga er staðan enn 0-0 og fátt markvert gerst í síðari hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen átti þó skot í slá af um 25 metra færi á 54. mínútu en boltinn fór þaðan í markvörð Möltu og í horn. Ein breyting hefur verið gerð, Helgi Sigurðsson kom inn á fyrir Indriða Sigurðsson á 60. mínútu.

Enn markalaust á Möltu

Þegar tíu mínútur lifa af leik Möltu og Íslendinga á Ta´Qali leikvanginum hefur hvorugu liðinu tekist að skora. Maltverjar hafa sótt í sig veðrið í seinni hálfleik en lítið er að gerast í leik íslenska liðsins og erfiðlega gengur að skapa færi.

Vonbrigði á Möltu

Íslenska landsliðið náði aðeins markalausu jafntefli gegn lágt skrifuðu liði Maltverja á heimavelli hinna síðarnefndu í dag. Ísland byrjaði vel en náði aldrei að brjóta varnarmúr heimamanna niður og var síðari hálfleikur vægast sagt slakur af hálfu íslenska liðsins. Ísland er þar með aðeins með 1 stig af 9 mögulegum í 8. riðli undankeppni HM.

Beckham ekki rifbeinsbrotinn

Forráðamenn Real Madrid geta andað léttar eftir að í ljós kom að David Beckham er ekki rifbeinsbrotinn, eins og óttast var. Beckham lenti í harkalegu samstuði við Ben Thatcher í leik Englands og Wales í dag, þar sem Beckham skoraði stórkostlegt mark, og þurfti að fara af leikvelli sökum þess. Kappinn mun þó undirgangast frekari skoðun í Madrid.

Donald með forystu á Dunhill

Enski kylfingurinn Luke Donald hefur forystu eftir þrjá hringi á Dunhill-mótinu sem er liður í evrópsku mótaröðinni og fer fram á St. Andrews í Skotlandi. Donald lék hringinn í dag á 68 höggum, 4 höggum undir pari, og hefur því 2 högga forystu fyrir lokahringinn. Fast á hæla Donalds fylgja þeir David Howell og Ian Poultier, 2 höggum á eftir.

Óvænt í Liechtenstein

Fjöldi leikja fór fram í undankeppni HM í dag víðsvegar um Evrópu. Hæst bar góð frammistaða Svía og Englendinga en bæði lið leiða sína riðla. Óvæntustu úrslit dagsins voru óneitanlega þau að smáríkið Liechtenstein náði jafntefli gegn stórliði Portúgals, með menn eins og Deco og Ronaldo innanborðs, eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Eyjólfur tilkynnir byrjunarliðið

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri leikur gegn Maltverjum í dag og hefst leikurinn kl. 16. Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Keflvíkingar byrja með sigri

Keppni í Intersportdeildinni í körfuknattleik hófst í gærkvöldi með fimm leikjum. Íslandsmeistarar Keflavíkur hófu titilvörn sína á sigri á Sauðárkróki, sigruðu Tindastól með 110 stigum gegn 76.

ÍS vann Hauka

ÍS sigraði Hauka, 70-41, í 1. deild kvenna í gær. Í hálfleik munaði tveimur stigum á liðunum en Haukar skoruðu aðeineins fimm stig í síðari hálfleik gegn 32 stigum ÍS. Signý Hermannsdóttir skoraði 25 stig fyrir ÍS og Alda Leif Jónsdóttir 24. Helena Sverrisdóttir skoraði 23 stig fyrir Hauka.

Fjórir leikir í kvöld

Fjórir leikir verða á Íslandsmótinu í handbolta í kvöld. Þá keppa ÍR - Víkingur og ÍBV - Grótta/KR klukkan 19:15, og Selfoss - Stjarnan og HK - Afturelding klukkan 20.

Ragnheiður í 19. sæti

Nítján ára gömul bandarísk stúlka, Kaitlin Sandeno, vann þrenn gullverðlaun á fyrsta keppnisdegi heimsmeistaramótsins í sprettsundi í Indianapolis í Bandaríkjunum. Ragnheiður Ragnarsdóttir varð í 19. sæti af 39 keppendum í 50 metra bringusundi

Howell og McDowell með forystu

Englendingurinn David Howell og Norður-Írinn Greame McDowell hafa forystu á Dunhill-mótinu í golfi sem fram fer á þremur völlum í Skotlandi. Báðir eru á ellefu höggum undir pari, einu á undan Englendingnum Luke Donald og Ástralanum Peter Lonard.

Menn sáttir við Viggó

<font face="Helv"> </font> Viggó Sigurðsson er nýráðinn þjálfari íslenska handboltalandsliðsins. Viggó á glæsilegan feril að baki sem þjálfari, hvort sem litið er til afreka hans hér heima eða á erlendri grundu.

Geir aðstoðar ekki Viggó

Geir Sveinsson mun ekki verða aðstoðarmaður Viggós Sigurðssonar hjá íslenska landsliðinu í handbolta en bæði Viggó og forysta HSÍ sóttist fast eftir því að Geir tæki starfið

Eggert Magnússon fagnar

Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var sæll og sáttur þegar Fréttablaðið ræddi við varðandi þær fréttir að loks væri komið á hreint að Reykjavíkurborg og ríki myndu koma að stækkun Laugardalsvallar með myndarlegum fjárframlögum líkt og kom fram í Fréttablaðinu í gær.

Drogba í aðgerð

Eiður Smári Guðjohnsen ætti að vera nokkuð öruggur með sæti í byrjunarliði Chelsea næstu vikurnar ef marka má fréttirnar af meiðslum félaga hans í liðinu, Didier Drogba en Lundúnaliðið hefur aðeins skorað 8 mörk í fyrstu átta leikjum ensku úrvalsdeildarinnar og þurfa því nauðsynlega á öllum sínum sóknarmönnum að halda.

Baráttan á Old Trafford

Enska landsliðið endurheimtir tvær af sínum stærstu stjörnum þegar liðið tekur á Wales í undankeppni HM 2006 í dag.

Markalaus á Möltu í hálfleik

Það er markalaust í hálfleik hjá íslenska 21 árs landsliðinu í knattspyrnu sem keppir þessa stundina við Möltu í undankeppni Evrópumótsins. Íslenska liðið hefur verið sterkari aðilinn upp við markið en ekki náð að nýta sér ágæt færi í fyrri hálfleiknum og Möltubúar hafa ennfremur nýtt sér kæruleysi íslensku varnarmannanna og skapað sér nokkuð færi. FH-ingarnir Davíð Þór Viðarsson og Emil Hallfreðsson hafa verið bestu menn íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum.

Tap gegn Möltu hjá U-21

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði fyrir jafnöldrum sínum frá Möltu, 1-0, í leik liðanna í undankeppni EM 2006 á Möltu.

Gagngerar breytingar á næsta ári

Fyrirhugaðar eru gagngerar breytingar á Laugardalsvellinum á næsta ári. Stórbæta á alla aðstöðu og fjölga stúkusætum í 10 þúsund. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort aðstaða til frjálsíþrótta verði áfram á vellinum. 

Árni Stefánsson þjálfar FH

Árni Stefánsson hefur verið ráðinn sem þjálfari FH-inga í handbolta en frá því var gengið í kvöld.

Aragones segist ekki rasisti

Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánverja í knattspyrnu segist ekki kynþáttahatari, þrátt fyrir ummæli sín um franska snillinginn Thierry Henry á æfingu landsliðsins í vikunni. Þar náðist upptaka af því þegar Aragones sagði við Jose Reyes að hann væri betri en "svarti skíturinn" og átti þar augljóslega við Henry, félaga Reyes hjá Arsenal.

Á meðal sex bestu

Stjórn Handknattleikssambands Íslands réð í gær Viggó Sigurðsson, fyrrum þjálfara Hauka, sem landsliðsþjálfara fram yfir HM í Þýskalandi 2007.

Formenn frítt til Möltu

"Þetta er eðlilegur hluti af okkar starfi og ég þarf ekkert að verja eða réttlæta þessa ákvörðun," segir Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands.

Ægilegasta siglingakeppni heims

Um helgina hófst erfiðasta siglingakeppni veraldar þegar tólf seglskútur létu úr höfn frá Portsmouth á Englandi og linna ekki látum fyrr en komið verður aftur til Englands eftir öfuga hringferð um hnöttinn.

Verri en samningur United

Samningur sá er Arsenal gerði við Emirates flugfélagið og gerir liðinu kleift að opna nýjan heimavöll sinn að tveimur árum liðnum er þegar smáa letrið er skoðað ekki jafn merkilegur og við fyrstu sýn.

NFL-leikmaður verður fyrir áfalli

Brett Favre, leikstjórnandi Green Bay Packers í NFL-deildinni, varð fyrir áfalli á miðvikudaginn þegar mágur hans, Casey Tynes, lést í slysi á fjórhjóli.

Mutu áfram þrátt fyrir rifrildið

Adrian Mutu, leikmaður Chelsea, verður áfram hjá liðinu þrátt fyrir hávaða rifrildi við knattspyrnustjórann Jose Mourinho

Jason Kidd meiddur

Alls óvíst er hvenær körfuboltastjarnan Jason Kidd getur tekið fram skóna að nýju eftir uppskurð á hné í sumar en keppnistímabilið í bandaríska körfuboltanum fer senn að hefjast.

Bjarni svekktur

Bjarni Guðjónsson er svekktur yfir að hafa ekki verið valinn í landsliðshóp Íslands sem mætir Möltu og Svíþjóð næstu daga.

Sjá næstu 50 fréttir