Sport

Aragones segist ekki rasisti

Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánverja í knattspyrnu segist ekki kynþáttahatari, þrátt fyrir ummæli sín um franska snillinginn Thierry Henry á æfingu landsliðsins í vikunni. Þar náðist upptaka af því þegar Aragones sagði við Jose Reyes að hann væri betri en "svarti skíturinn" og átti þar augljóslega við Henry, félaga Reyes hjá Arsenal. Aragones segir nú að hann hafi aðeins verið að peppa Reyes upp með orðum sínum, margir hans bestu vina séu hörundsdökkir og ekki sé til í sér kynþáttahatur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×