Sport

Ferdinand með landsliðinu á ný

Rio Ferdinand hjá Manchester United segir að endurkoman hafi komið sér töluvert á óvart. "Mér fannst ég vera mjög fljótur að aðlagast eftir bannið," sagði Ferdinand en hann var frá knattspyrnu í 8 mánuði eftir að hafa skrópað á lyfjaprófi. Enska landsliðið fær að njóta krafta hans í fyrsta sinn eftir fjarveruna í leik gegn Wales á morgun í undankeppni HM. Ef miðað er við frammistöðu hans með United-liðinu uppá síðkastið, þá þarf þjálfarinn Sven Göran Eriksson og lærisveinar hans, engu að kvíða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×