Sport

NFL-leikmaður verður fyrir áfalli

Brett Favre, leikstjórnandi Green Bay Packers í NFL-deildinni, varð fyrir áfalli á miðvikudaginn þegar mágur hans, Casey Tynes, lést í slysi á fjórhjóli. Ógæfan átti sér stað á lóð Favre en Tynes var hjálmlaus þegar hjólið kollvarpaði. Tynes var fluttur á spítala með alvarlega höfuðáverka og var úrskurðaður látinn þegar þangað var komið. Favre var mjög sleginn yfir fréttunum en ekki er langt um liðið síðan að faðir hans lést úr hjartaáfalli undir stýri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×