Formenn frítt til Möltu 7. október 2004 00:01 "Þetta er eðlilegur hluti af okkar starfi og ég þarf ekkert að verja eða réttlæta þessa ákvörðun," segir Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið notaði tækifærið vegna ferðar íslenska landsliðsins til Möltu og bauð þangað öllum formönnum knattspyrnufélaganna í Landsbankadeildinni til fundahalds. Kostnaður KSÍ vegna þessa er vart undir 400 þúsund krónum. Eggert segir tíma til kominn að formenn félaganna setjist niður fjarri öllu öðru og beri saman bækur sínar um framtíð íslenska boltans og hvað megi betur fara. "Þau málefni sem við ræðum þarna úti verða um knattspyrnuna á breiðu sviði. Hvernig bæta megi boltann og samræma hugmyndir þar um. Hvaða hugmyndir menn hafa um nýliðið keppnistímabil og það næsta og hvernig fjölga megi áhorfendum. Það er alltaf pláss fyrir góðar hugmyndir og ég á von á fróðlegum fundahöldum. Starf okkar snýst um að gera hlutina betur frá ári til árs og þetta er hluti af því ferli." Eggert segir það venju að fara út fyrir borgina þegar menn vilji frið og ró til skrafs og ráðagerða og að ferðin til Möltu sé einungis tilkomin vegna þess að í vélinni sem flytji landsliðið beint út hafi verið næg sæti og því kjörið að grípa tækifærið. "Við þurfum að halda fund og við höfum áður farið út fyrir landsteinana enda er brýn þörf á að koma sér frá því umhverfi sem við erum allir í dags daglega. Það er alveg bráðnauðsynlegt að fundir sem þessir séu haldnir með viðkomandi formönnum til að menn kynnist og fái betri yfirsýn." Eggert vissi ekki hver kostnaður KSÍ vegna fundahaldanna yrði en heimildir blaðsins herma að flug og gisting sé vart undir 60 þúsund krónum. Þá er ótalinn annar kostnaður sem gjarnan fellur til við fundahöld. Íslenski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Sjá meira
"Þetta er eðlilegur hluti af okkar starfi og ég þarf ekkert að verja eða réttlæta þessa ákvörðun," segir Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið notaði tækifærið vegna ferðar íslenska landsliðsins til Möltu og bauð þangað öllum formönnum knattspyrnufélaganna í Landsbankadeildinni til fundahalds. Kostnaður KSÍ vegna þessa er vart undir 400 þúsund krónum. Eggert segir tíma til kominn að formenn félaganna setjist niður fjarri öllu öðru og beri saman bækur sínar um framtíð íslenska boltans og hvað megi betur fara. "Þau málefni sem við ræðum þarna úti verða um knattspyrnuna á breiðu sviði. Hvernig bæta megi boltann og samræma hugmyndir þar um. Hvaða hugmyndir menn hafa um nýliðið keppnistímabil og það næsta og hvernig fjölga megi áhorfendum. Það er alltaf pláss fyrir góðar hugmyndir og ég á von á fróðlegum fundahöldum. Starf okkar snýst um að gera hlutina betur frá ári til árs og þetta er hluti af því ferli." Eggert segir það venju að fara út fyrir borgina þegar menn vilji frið og ró til skrafs og ráðagerða og að ferðin til Möltu sé einungis tilkomin vegna þess að í vélinni sem flytji landsliðið beint út hafi verið næg sæti og því kjörið að grípa tækifærið. "Við þurfum að halda fund og við höfum áður farið út fyrir landsteinana enda er brýn þörf á að koma sér frá því umhverfi sem við erum allir í dags daglega. Það er alveg bráðnauðsynlegt að fundir sem þessir séu haldnir með viðkomandi formönnum til að menn kynnist og fái betri yfirsýn." Eggert vissi ekki hver kostnaður KSÍ vegna fundahaldanna yrði en heimildir blaðsins herma að flug og gisting sé vart undir 60 þúsund krónum. Þá er ótalinn annar kostnaður sem gjarnan fellur til við fundahöld.
Íslenski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Sjá meira