Sport

Hrægammurinn hækkaður um tign

Emilio Butragueno, fyrrum leikmaður Real Madrid, hefur verið hækkaður um tign hjá félaginu. Hann tekur við af Jorge Valdano sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid. Butragueno, oftast kallaður Hrægammurinn, varð spænskur meistari fimm ár í röð með Real og skoraði 217 mörk í 560 leikjum. Hann lék einnig 69 leiki með spænska landsliðinu og gerði 26 mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×