Sport

Verri en samningur United

Samningur sá er Arsenal gerði við Emirates flugfélagið og gerir liðinu kleift að opna nýjan heimavöll sinn að tveimur árum liðnum er þegar smáa letrið er skoðað ekki jafn merkilegur og við fyrstu sýn. Komið hefur í ljós að Emirates greiða liðinu tæplega helmingi minna fyrir auglýsingar en Vodafone greiðir helstu andstæðingum liðsins, Manchester United. Samkvæmt samningnum styrkir flugfélagið Arsenal á tvo vegu; þeir greiða helming alls kostnaðar vegna nýja heimavallarins sem mun heita um ókomin ár Emirates völlurinn. Ljóst má vera að fyrir lítið félag á borð við Arsenal er samningurinn grundvöllur þess að nýi völlurinn verði tilbúinn 2006 en ekki mikið seinna. Á hinn bóginn snýr samningurinn einnig að auglýsingum flugfélagsins á búningum Arsenal til átta ára frá árinu 2006 og hafa reiknimeistarar fundið út að meðan Manchester fær 1.3 milljarð króna fyrir auglýsingar Vodafone á sínum búningum fær Arsenal aðeins 630 milljónir króna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×