Sport

Mutu áfram þrátt fyrir rifrildið

Adrian Mutu, leikmaður Chelsea, verður áfram hjá liðinu þrátt fyrir hávaða rifrildi við knattspyrnustjórann Jose Mourinho. Rifrildið átti sér stað eftir að forráðamenn Chelsea báðu Rúmena að hvíla Mutu á laugardaginn í undankeppni HM. Giovanni Becali, umboðsmaður Mutu, þvertók fyrir að dagar hans sem leikmaður Chelsea, væru taldir. "Hann er með mjög góðan samning við Chelsea og verður áfram hjá félaginu," sagði Becali.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×