Sport

Gagngerar breytingar á næsta ári

Fyrirhugaðar eru gagngerar breytingar á Laugardalsvellinum á næsta ári. Stórbæta á alla aðstöðu og fjölga stúkusætum í 10 þúsund. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort aðstaða til frjálsíþrótta verði áfram á vellinum.  Meðal þess sem ráðist verður í er stækkun vallarans. Byggja á fræðslusetur, móttökuaðstöðu og nýjan innang. Þá verður stúkusætunum fjölgað um þrjú þúsund og stúkan sjálf tekin í gegn. Kostnaðurinn er talinn nema allt að einum milljarði króna.  Þórólfur Árnason borgarstjóri segir að í þessum áfanga muni ríkið koma með 200 milljónir króna og borgin líklega eitthvað svipað. Alþjóðleg knattspyrnusambönd muni svo leggja um 350 milljónir króna í verkefnið.   Í framtíðarskipulagi er ekki er tekið á því hvort Laugardalsvöllur verður áfram sambland af fótboltavelli og frjálsíþróttavelli. Fótboltaáhugamenn hafa meðal annars bent á að útsýni úr stúku yrði mun betra ef hlaupahringurinn hyrfi. Ólíklegt er að það myndi ganga hávaðalaust fyrir sig að úthýsa frjálsíþróttafólki af vellinu, nema tryggt sé að annarri, viðunandi aðstöðu verði komið upp. Laugardalsvölluerinn er eini frjálsíþróttavöllurinn í Reykjavík. Þórólfur segir að engin áform séu um annað en að hlaupabrautin, hringin í kringum völlinn, haldi sér. Áætlaðir vængir á stúkunum haldi jafnframt öllum framtíðarmöguleikum opnum varðandi uppbygginu vallarins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×